fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Sigmundur rifjar upp átakanlegt samtal – Varð ekki samur á eftir og sá líf sitt í öðru ljósi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 10:44

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sigmundur, sem er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar fer í þættinum yfir tíma á Íslandi sem við erum fljót að gleyma.

„Ég vil þakka fjölmiðlum fyrir margt sem hefur batnað á Íslandi. Við gleymum því hvað samfélagið okkar var gífurlega einsleitt. Þegar ég var strákur heima á Akureyri var þetta þannig að karlinn fór með hattinn sinn í vinnuna og konan var heima og gætti bús og barna. Kallinn var fullkomin fyrirvinna og konan var æðisleg húsmóðir og það voru allir svona. Svo kemur kvennafrídagurinn 1975 og síðan er Dagblaðið stofnað og alvöru blaðamennska byrjar á Íslandi. Við byrjum að afhjúpa samfélagið og sýna það eins og það er í raun og veru. Á þessum tíma átti ekki að vera til neinn hommi, það var engin lesbía, það var enginn þunglyndur, það hafði ekkert sjálfsvíg verið framið og það var engin fyllibytta til á Íslandi. Samfélagið var frábært, fullkomið og einsleitt. Það er ekki fyrr en fjölmiðlar byrja að afhjúpa hluti sem þetta byrjar að breytast. Fram að því hafði allt verið þaggað niður,“ segir hann.

Stoltur

Sigmundur segist stoltur af því að hafa tekið þátt í að byrja að breyta þessu með störfum sínum í fjölmiðlum. Hann segist líka þakklátur fyrir fólkið sem hann hefur hitt um heim allan í störfum sínum, sem hann segir hafa breytt sér sem manneskju.

„Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Zambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana: „Hvernig er hægt að una svona hlutskipti“ Hún sagði eftirminnilega:

„Þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.““

Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst.

Skemmtileg saga

Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans.

„Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað:

„Strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum!“

Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu:

„Ómar láttu mig út hérna!“

Svo fljúgum við til Vestmannaeyja og rétt áður en við komum þangað stoppar hann aftur vélina þar og vingsar til hægri og vinstri á víxl til að sýna okkur hvar hvalurinn Keikó eigi að vera í víkinni fyrir neðan. Svo förum við aftur af stað í átt að Sæfelli og Rúnar spyr hvort við eigum ekki að lenda annars staðar, en Ómar var ekkert á því og segist ætla að sýna okkur hvernig eigi að lenda flugvél eins og þyrlu og finnur eitthvað uppstreymi, þar sem vélin hnígur niður eins og þyrla og þegar vélin lendir hrekkur upp úr Rúnari:

„Vá maður, ég held að ég sé dauður fyrir lífstíð!“

Þetta var hefðbundið flug með Ómari Ragnarssyni, sem er auðvitað snillingur á öllum sviðum.“

Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjám landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu mörgu fleiru.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á þáttinn á Spotify.

https://www.youtube.com/watch?v=Sew4mrSBTsY&t=1253s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“