fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Brynja boðar brjáluð tilboð á miðnætti – „Upphaflega ætlað einhleypu fólki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 12:00

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur einhleypra, eða „Singles day“ verður á morgun, þann 11. nóvember. Athafnakonan Brynja Dan stendur á bak við „Singles day“ á Íslandi og hefur gert það undanfarin sex ár. Við ræddum við hana um daginn og við hverju landsmenn mega búast.

„Singles day kemur frá asíu og er upphaflega ætlaður einhleypu fólki, því það er einsamalt heima á kvöldin að versla á netinu, en í dag dregur þetta nafn sitt líka af tölustafnum 1,“ segir hún. Dagurinn er 11. nóvember, eða 11.11.

„Þetta er einn stærsti netverslunardagur í heiminum. Ég kom með hann til Íslands fyrir sex árum síðan og síðan þá hafa alltaf fleiri og fleiri hoppað á vagninn. En ég hef alltaf staðið fyrir hann og er með síðu þar sem allar verslanir sem taka þátt eru samankomnar, því mig langaði að auðvelda neytandanum kaupin. Þarna eru allar síður, með öllum kóðum og upplýsingum sem þú þarft,“ segir hún og bætir við að síðan sé mjög notendavæn.

Yfir 200 fyrirtæki taka þátt í ár og má finna þau á miðnætti í kvöld á 1111.is.

Brynja opnaði síðuna í fyrra og voru móttökurnar mjög góðar. „En ekkert miðað við viðtökurnar í ár. Það er um 150 til 200 prósent meiri skráning. Fólk vill líka frekar nýta sér þessa leið í dag vegna ástandsins í heiminum. Það er verið að hvetja fólk að halda sig heima og mun þetta vonandi aðstoða fólk við jólagjafainnkaupin.“

Skipulag

Síðan opnar á miðnætti í kvöld og verður opin í sólarhring. Á síðunni verður hægt að sjá allar þær verslanir sem taka þátt og eru með tilboð og afslætti, það verður einnig hægt að skoða undirflokka, sem var ekki í boði í fyrra.Brynja ráðleggur fólki að vera vel undirbúið. „Ég mæli með að gera lista, fyrir hvern þú ert að kaupa og svona. Það er kominn leitargluggi á síðuna og flokkar, þannig það auðveldar kaupin,“ segir hún.

1111.is opnar á miðnætti í kvöld. Síðan verður opin í sólarhring og verða yfir 200 verslanir með afslætti og tilboð. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna