fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Jóladagatöl fyrir fullorðna seljast eins og heitar lummur – Sjáðu þau vinsælustu

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef buddan leyfir er ærin ástæða til þess að gera vel við sig í dimmum desember. Þeir flippuð­ustu gætu jafnvel brugðið á það ráð að opna dagatalið í nóvemb­er til þess að létta lund. Enginn er of fullorðinn fyrir daglegan glaðning, en þeir sem vilja virkja hugmyndaflugið og dúlla heima fyrir geta einnig gert heimatilbúið dagatal, sem ekki gleður minna.

Hér koma nokkrar snargirnilega hugmyndir af jóladagatölum sem mokseljast og hreinlega æra jafnvel vel stillt og vandað fullorðið fólk.

 

BALMAIN Hárvörur
Balmain Paris Hair Couture byggir á langri sögu hátísku en Balmain Paris eitt fremsta og þekktasta tískuhús í heimi og t.d. í miklu uppáhaldi hjá Kardashian-genginu. Þetta dagatal er því byggt á hátísku og lúxus og er hannað með anda hins fræga næturlífs Parísar í huga. Dagatalið inniheldur 10 fornar byggingar Parísar og inniheldur hver bygging lúxusvöru í fullri stærð. Dagatalið fæst á hárgreiðslustofum, beautybar.is og sapa.isVerð: 38.000 kr.
   

 

L ‘OCCITANE Húðvörur
Jóladagatölin frá L ́Occitane seljast alltaf upp og er lúxusdagatalið nú þegar uppselt. Klassíska dagatalið er enn til í einhverju magni og inniheldur alls kyns gúmmelaði í ferðastærð svo sem handáburð, möndlu-olíuna unaðslegu og hárvörur svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert plast notað við gerð dagatalsins, sem er því umhverfisvænt og sparar fyrirtækið um 22,5 tonn af plasti við þennan gjörning. Verð: 8.990 kr.

 

WALLY & WHIZ Víngúmmí
Hér er á ferðinni dagatal fyllt með handgerðu dönsku víngúmmíi sem framleitt er án ónáttúrulegra litar-, bragð- og aukefna. Virkilega fallega hannað dagatal en umbúðirnar má endurnýta og fylla með gúmmelaði að ári. Dgatalið seldist upp á methraða en von er á annarri sendingu í Epal. Verð: 5.500 kr.

 

LINDT Súkkulaðidagatal
Svissneski súkkulaðirisinn Lindt er þekktur fyrir hágæða súkku-laði sem kætir svo sannarlega í dimmum desember. Á heimkaup.is er að finna fjöldann allan af dagatölum fyrir alla fjölskylduna. Lindt súkkulaðidagatalið er þar á meðal auk dagatala með vegan súkkulaði, Kit Kat, Thorntons, Maltesers, Galaxy, Quality Street og margt fleira. Verð: 1.399  kr.

 

BEFITICELAND Íþróttafatnaður
Fyrir þá sem elska íþróttafatnað og æfingar gæti þetta reynst hin mesta snilld. Dagatalið inniheldur 10 veglegar gjafir sem opnast 15.-24. desember. Meðal innihalds er fatnaður og fylgihlutir, en kaupendur velja stærðir fatnaðar við kaup á dagatalinu. Dagatalið fæst á befiticeland.is og er virði innihaldsins metið á 70.000 samkvæmt síðunni.Verð: 39.990 kr.

 

ESSIE Naglalökk
Þeir sem elska naglalökk verða ekki sviknir af þessu krútti. Í dagatalinu er að finna bæði lítil og stór nagla-lökk í bland við annað fínerí. Essie er eitt mest selda naglalakk á landinu og þykir sérstaklega endingargott. Dagatalið fæst bæði á heimkaup.is og á beautybox.is.Verð: 12.990 kr.BODY SHOPHÚÐ- OG SNYRTIVÖRUR Body Shop dagatalið er eitt það allra besta að mati margra, en það kemur í þremur stærðum í ár og og er stútfullt af gleði. Body Shop vörurnar eru litríkar og skemmtilegar og hafa fest sig í sessi meðal margra. Krem, baðbombur, maskar, varasalvar, hárvörur og annað gúmmelaði í bland við snyrtivörur, eru meðal þess sem dagatalið inniheldur.Verð: 14.490, 19.490 og 29.990 kr.

 

BAREMINERALS Snyrtivörur
bareMinerals dagatalið inniheldur bæði húð- og snyrtivörur svo sem varaliti, gloss, kinnaliti, augn-skugga og púður, í bland við krem og maska. bareMinerals-vörurnar eru vegan og án aukefna. Daga-talið er fáanlegt á beautybox.is og í Hagkaup.Verð: 23.900 kr.

ENGLISH TEA SHOP Te-dagatal
Dagatalið er með 25 gluggum þar sem má finna mismunandi te bragðteg-undir. Líklega eitt hollasta dagatalið á markaðnum. Jafnvel Bretadrottning sjálf myndi breika af gleði ef hún fengi þetta krútt að gjöf. Dagatalið kemur í tveimur útgáfum og mun fást í Fjarðarkaupum.Verð: 700-800 kr.

 

LAKKRIDS Lakkrísdagatalið
Lakkrísdagatalið frá konungi sparilakkríssins, Johani Bülow, er tilvalin leið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni. Ef þú elskar lakkrís munt þú öskra af gleði til jóla! Dagatalið fæst í Epal. Ath. lakkrís er ekki góður fyrir þá sem eru með háan blóðþrýsting svo betra er að gefa ekki háþrýstingsfólki þennan gleðikassa.Verð 5.500 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“