Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir eru með hlaðvarpsþáttinn „Teboðið“. Í þætti, sem var birtur síðasta föstudag – á sjálfri hrekkjavökunni – klæðast þær búningum og útskýra merkingu þeirra.
Þær eru klæddar sem aðalpersónur kvikmyndarinnar „Dumb and Dumber“ og fengu innblástur frá engum öðrum en lesanda DV.
Nokkrum vikum fyrir hrekkjavökuna sáu þær grein um sig og þáttinn á DV. Þær skoðuðu greinina og segja að „einhver meistari“ hafi „kommentað opinberlega á DV fréttina“ um þær:
„Alvöru femenískt Dumb and Dumber þættir.“
„Um leið og við sáum [ummælin] þá ákváðum við hvað við ætluðum að vera á hrekkjavökunni,“ segir Sunneva.
Þær nefndu þáttinn einnig eftir ummælunum.
„Þetta var bara ótrúlega góð hugmynd hjá honum,“ segir Birta og tekur Sunneva undir. Þær segjast ekki vera móðgaðar yfir skrifum lesandans heldur þyki þetta bara fyndið.
Sunneva hefur einnig gert TikTok-myndband um málið sem má sjá hér að neðan.
@sunnevaeinarsWell, he aint wrong 🤷🏼♀️ @tebodid ##halloween ##dumbanddumber ##fyp ##halloweenlook ##foryou♬ Oh, Pretty Woman – Roy Orbison