Líkamsræktarfrumkvöðullinn Ágústa Johnson hefur verið talsvert í fréttum undanfarið að ræða um samkomubann og takmarkanir á starfsemi fyrirtækis hennar vegna COVID-19. Ágústa er gift utanríkisráðherranum Guðlaugi Þór Þórðarsyni og saman eiga þau fjögur börn. DV lék forvitni á því hvernig hjónin eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Ágústa og Guðlaugur eru bæði fædd í desember og bæði Bogmenn. Bogmaðurinn er eldmerki og er fullur af lífi. Það er frábær tilfinning að sjá tvo Bogmenn koma saman og ást þeirra blómstra, það er eins og að fylgjast með barni vaxa úr grasi. Þau kunna vel á hvort annað og deila sömu gildum. Þau elska ekki bara hvort annað, heldur vilja þau kenna hvort öðru að elska mannkynið. Þegar tveir Bogmenn eru ástfangnir þá verða þeir svo niðursokknir að það er eins og þeir séu staddir í draumalandi.
Þó svo að þau séu yfirleitt sammála um flest, þá kemur það fyrir að þau séu ósammála, sem endar yfirleitt vel, þökk sér samskiptahæfileikum parsins.
Bogmaður
2. desember 1963
Bogmaður
19. desember 1967