Í dag birtist ný stikla fyrir Hollywood-myndina Songbird. Í söguheimi myndarinnar hefur kórónaveiran haldið áfram að herja á heiminn, og heitir þá COVID-23. Verkanir vírusins virðast vera orðnar verri og stjórnvöld farin að ganga „aðeins“ of langt í „sóttvarnaraðgerðum“.
Adam Mason leikstýrir þessum svokallaða spennutrylli og hinn umdeildi Michael Bay framleiðir. Þá mun myndin skarta nokkrum kunnulegum andlitum, en þar má nefna Demi Moore.
Hægt er að spyrja sig hvort að um sé að ræða fyrstu stórmyndina sem fjalli um Covid.
Stikluna má sjá hér að neðan: