fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Róbert segir frá fréttinni sem varð til þess að hann hætti sem fréttamaður á Stöð 2

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 10:12

Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Marshall er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Róbert, sem er þrautreyndur blaðamaður og var á þingi hefur á síðustu árum unnið við fjallamennsku, hlaup og útivist. Róbert, sem starfar nú sem ráðgjafi forsætisráðherra hefur sett sér það markmið að ná að fara á 100 hæstu tinda Íslands og segist búinn að fara á ríflega 40. Í þættinum hjá Sölva fer hann líka yfir tímabilin í blaðamennskunni og segir meðal annars frá tildrögum þess að forseti Íslands synjaði lögum í fyrsta sinn í Íslandssögunni.

„Ég mætti í viðtal sem formaður Blaðamannafélagsins í „Ísland Í Bítið“. Þar segi ég að það væri réttast að safna undirskriftum gegn fjölmilalögunum og skora á forsetann að undirrita ekki þessi lög. Þetta hefðu verið ströngustu fjölmiðlalög í Evrópu. Svo er viðburður niðri í bæ eftir þetta við Alþingishúsið, þar sem fólk lagði banana að húsinu. Þar hitti ég Svan Kristjánsson stjórnmálafræðing, sem leist vel á þessa hugmynd og segir mér að ég ætti að gera þetta. Ég hitti Karl Th. Birgisson strax eftir þetta þarna á Austurvelli og segist ætla að hefja undirskriftarsöfnun til að fá fólk til að mótmæla þessu frumvarpi. Honum fannst þetta líka góð hugmynd og stakk upp á Ingvari Sverrissyni almannatengli sem rétta manninum í verkefnið og við Ingvar fórum af stað með þetta. Þetta endaði í 36 þúsund undirskriftum í heildina, sem síðan voru upphafið að því að forsetinn synjaði lögunum.”

Róbert segir í þættinum líka frá atburðarrásinni í kringum fréttina af Íraksstríðinu sem varð til þess að hann sagði af sér sem fréttamaður á Stöð 2 á sínum tíma.

„Fréttin snerist um það hvenær ákvörðunin um stuðning við Íraksstríðið var tekin. Halldór og Davíð héldu því fram að þetta hafi farið inn á ríkisstjórnarfund, en tilkynningin um ákvörðunina var þannig að það stóðst ekki skoðun og ég hafði heimildir fyrir því. Svo gerði frétt um það sem ég byggði á tímasetningum sem kom síðan í ljós ég hafði mislesið.”

Róbert sagði í kjölfarið upp, en segist allan tímann hafa vitað að fréttin væri rétt.

„Það er síðan ekki fyrr en 2007 að Halla Gunnarsdóttir blaðamaður á Mogganum birtir frétt um að fréttin mín hafi allan tímann verið rétt. Ákvörðunin var tekin af þeim tveimur áður en að ríkisstjórnarfundur var haldinn. En ég gat ekki sannað það á þessum tíma og gat ekki sett alla fréttastofuna í það að þurfa að verja mig á þessum tíma.”

Róbert var yfirmaður yfir einu 24 klukkustunda fréttastöðinni sem hefur verið rekin í Íslandssögunni, NFS. Metnaðarfullt verkefni sem lifði ekki lengi, enda Ísland ekki fjölmennt land.

„Það sem klikkaði eiginlega við NFS var að það var bara ekkert að frétta! Ég var formaður Blaðamannafélagsins þegar Gunnar Smári nálgaðist mig með þetta verkefni og fyrir ungan mann var þetta gífurleg reynsla og skemmtilegt að hafa gert þetta. 700 milljónir og 120 manns sem ég var allt í einu kominn með ábyrgð á. Þetta var frábær skóli. Rosalega mikið af fólki sem er að vinna á fjölmiðlum landsins í dag byrjaði sín störf þarna. Tugir einstaklinga. Stöðin var búin til af fólki sem brann fyrir fjölmiðlum og það kom margt mjög gott út úr þessu. En við hefðum þurft allavega eitt eldgos eða eitt hrun til að ná þessu á næsta plan.”

Róbert hefur sem fyrr segir víða komið við á löngum og mögnuðum ferli. Hann vann um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi, stofnaði svo Fréttastöðina NFS ásamt fleirum, áður en hann fór síðar í stjórnmál, þar sem hann sat á þingi. Í þættinum fara Róbert og Sölvi yfir alla þessa hluti og margt margt fleira.

Lenti í alvarlegu slysi

Hann segir sögu af því þegar hann lenti í alvarlegu slysi á vélsleða.

„Ég lenti í miklu áfalli 2014 þegar ég slasa mig á vélsleða og fer inn á sjúkrahús með 17 brotin bein og sköðuð líffæri. Þegar ég rankaði við mér eftir slysið ofan í einhverri holu við Skjaldbreið, þá gat ég ekki staðið upp. Sama hvað ég reyndi gat ég ekki reist mig við og ég vissi að ég væri með innvortis blæðingar og ég hugsaði með mér að sennilega væri ég bara að drepast. Heilinn í manni og sjálfið hefur rosalegan „coping mechanisma“ og ég fann það þarna. Það kemur einhver einbeiting þar sem ég hugsa: „Ok, ég get ekki gengið, ég er líklega mjög skaddaður inni í mér. Vonandi kemst ég á sjúkrahús í tæka tíð, en ef ekki, þá er þetta búið að vera gott líf og ég hef margt að þakka fyrir. Búinn að lifa margar mannsæfir á meðan ég hef verið hérna.“ En svo kemur þetta langa tímabil, þar sem þú ert í óvissu með hvað mun taka við og hvort maður nái sér og þetta er eiginlega langdregið áfall. Svo kemstu út úr því og þá þarftu að fara til baka og laga hausinn á þér varðandi atburðinn. Maður þarf að geta talað um atburðinn, farið í gegnum hann og átt von á því að þessi bók detti úr hillunni þegar þú átt síst von á því og þú þarft að geta tekið hana upp og horft á kaflann þar sem þetta er sárast, lesið hann, lokað bókinni og sett hana aftur upp í hillu. Ef maður gerir það ekki fara skrýtnir hlutir að gerast,“ segir Róbert.

Hljóp maraþon

Róbert lagði hart að sér í endurhæfingunni og hljóp maraþon árið eftir, en segist hafa verið fjögur ár að jafna sig að fullu. Undanfarin ár er hann búinn að haupa nokkur Maraþon og löng utanvegahlaup og í einu þeirra, Jökulsárhlaupinu, komst hann aftur í hann krappan.

„Ég kem í mark og er greinilega orðinn uppþornaður, þó að ég hafi verið að passa upp á að drekka vatn og taka gel alla leiðina, enda reyndur í þessu. Svo fæ ég mér kók og snickers og eitthvað, en jafna mig bara ekki og mér var bara áfram óglatt og ég var hvítur í framan og svo geri ég það sem maður á ekki að gera. Ég fer afsíðis. Það er þekkt viðbragð hjá fólki þegar það líður illa að reyna að koma sér út úr mannmergð. Ég lagðist upp í bíl og hallaði sætinu, en svo kemur að bílnum Hjálmar bæklunarlæknir sem var búinn að vera í hópnum að æfa með mér og sér mig og dregur mig bara inn í sjúkrabíl. Þar voru settar nálar í báðar hendurnar á mér og kreistir pokar og settur vökvi á kerfið þangað til mér átti að verða mál að pissa. En það líða alveg þrír lítrar þangað til að ég er kominn með lit í andlitið. Þetta var greinilega svona rosalegt vökvatap og það var fullt af fólki að krampa í þessu hlaupi af því að hitinn var svo mikill,“ segir hann.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=UxjKJvaVFjY&t=738s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu