fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Stefán Máni um heimsendaástina og heitu pottana

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 23. október 2020 08:00

Stefán Máni rithöfundur. Mynd. Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson gaf út sína 24. bók í gær. Það er eitthvað nýtt í fasi hans. Síðustu ár hefur svarti liturinn sem hann lagði áratugi í að mála líf sitt með lekið út til hliðanna og harði naglinn í leðurjakkanum er orðinn annar. Stefán Máni er í forsíðuviðtali DV í dag.

Hafandi fylgst með Stefáni Mána í næstum áratug er ljóst að það er ein stór umbreyting. Hingað til hefur hann blómstrað upp undir vegg, svörtum blómum með blóðugum þyrnum sem gefa lítið af sér nema einn veglegan knúpp á ári.

Í fyrsta skipti í áratug er spennuvargurinn í sambúð. Hann er ástfanginn – og það upp fyrir haus af Önnu Lilju Jóhönnudóttur. Alls ekki í stíl við reiða glæpasagnahöfundinn.

„Við erum búin að vera saman í eitt og hálft ár og búa saman í sjö mánuði.“

Tónlistarmenn semja oft allt öðruvísi í ástarvímu. Skrifar þú öðruvísi hamingjusamur?
„Nei, það er alltaf eins.“
Þú gafst út fyrstu ástarsöguna þína í sumar, Mörgæs með brostið hjarta. Bókin er tileinkuð Önnu Lilju – heimsendaástinni þinni?
„Ég skrifaði þá bók reyndar 2017 en góður punktur samt! Ætli ástin hafi ekki blundað innra með mér, svo fann ég hana. Heimsendaástina mína – sálufélaga minn. Heimsendaást. Það er þema í mörgæsabókinni. Tvær manneskjur eftir á jörðinni. Hún er heimsendaástin hans, og öfugt.“

Það eru 19 ár á milli Stefáns Mána og Önnu Lilju en það skiptir engu máli. Þau eiga ákaflega vel saman, kannski eins vel og mörgæsir sem velja sér maka fyrir lífstíð.

Hvað er það flippaðasta sem þið gerið um helgar?
Hann hlær. „Flippaðasta? Við erum oft að gera eitthvað skemmtilegt. Förum mikið út á land, göngum á fjöll og bara eitthvað. Við erum furðu lík. Tveir einfarar.“

Hann segir félagsþörf þeirra beggja vera mjög takmarkaða auk þess sem COVID-ástandið hefur haft sín áhrif. „Það er ekki eins og maður megi stunda félagslíf eða fara á mannamót hvort eð er. Það er helst að maður fari í bíó, leikhús eða út að borða. Það er lítið um það núna.“

Þú færð venjulega útrás fyrir félagsþörfina í sundi?

„Nei, ég tala ekki við neinn í sundi. Nema um daginn. Þá kom strákur um þrítugt til mín í heita pottinum. Hann bar það dálítið með sér að hafa verið mikið í ræktinni en var orðinn aðeins svona mjúkur. Dálítill bangsi. Hann gæti hafa verið að koma af Hrauninu. Ég fékk það á tilfinninguna. Hann spurði hvort ég tryði á Jesú. Við vorum bara tveir í pottinum. Ég sagði já. Þá spurði hann hvort hann mætti blessa mig. Og ég sagði já. Þá lagði hann svona hendur á höfuðið á mér og bringuna og fór með einhverjar bænir. Ég bara slakaði á og leyfði honum að blessa mig. Og svo bara fór hann. Ég hugsaði bara „fokk it“. Ég var alveg sultuslakur. Þetta voru falleg samskipti. Ég er búinn að gleyma hvað hann heitir.“

En annars talar þú ekki við neinn í heita pottinum?

„Nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa