Þeir einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19 sjúkdóminn fá vottorð sent með niðurstöðu mótefnamælinga. DV ræddi við konu sem greinst hefur með sjúkdómin en segir mótefnamælinguna þó gefa sér litla sem enga forgjöf fyrir utan að hún megi faðma fólk óhikað sem sé vissulega stór plús. Fólk sé þó ekkert endilega til í það á þessum erfiðu tímum.
Vottorðið sem um ræðir er því enn sem stendur ekki til mikils þar sem það gefur ekki undanþágu frá sóttvarnalögum eða víðara ferðaleyfi. Það er þá helst að það sé hægt að votta það að viðkomandi sé fær í faðmlög og jafnvel meira, en vissulega getur einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 borið með sér snertismit þó að hann veikist ekki sjálfur.
Þó sé vissulega ekki hlaupið að því að draga upp vottorð á stefnumóti en það hljóti að teljast sem plús og merki um þrautsegju viðkomandi.