Alheimsfegurðardrottningin, frumkvöðullinn og markþjálfinn Linda Pé er á lausu. Linda heldur úti vinsælli síðu lindape.com þar sem hún er með vinsæl heilsu-og grenningarnámskeið sem fara fram á vefnum.
Linda er menntuð í stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði, ásamt lífsþjálfun sem hún starfar við í dag, með áherslu á þyngdartap. Linda rak um árabil Baðhúsið og því vel kunnug heilsugeiranum.
Linda á eina dóttur og býr á Álftanesi í gullfallegu húsi við sjóinn en vinir hennar og kunningjar segja allt sem viðkemur Lindu sé smekklegt og fágað eins og Linda sjálf. Linda er ekki á Tinder eða stefnumótasíðum, er prívat manneskja og fer ekki út að skemmta sér svo hugrakkir vonbiðlar ættu helst von á að rekast á hana á göngu um Álftarnesið með hundana sína eða á samskiptamiðlinum Facebook.