Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skrifaði færslu á Twitter-síðu sína í dag sem hann sagði vera á persónulegu nótunum. „Ég klæddist sömu jakkafötum fyrir 24 árum síðan þegar ég heimsótti heimabæ minn, Ísafjörð, í fyrsta skipti sem forseti,“ skrifaði Ólafur og deildi mynd af sér í jakkafötunum.
„Þrátt fyrir alla kvöldverðina og opnanirnar á næstum aldarfjórðungi þá passa jakkafötin ennþá! Á ég það skilið að vera stoltur?“ spyr Ólafur og segir síðan hvers vegna hann passar ennþá í jakkafötin. „Niðurstaða daglegra gönguferða og æfinga,“ segir hann.
Hér fyrir neðan má sjá tíst Ólafs Ragnars:
On a personal note: Wore the same suit as when I visited 24 years ago my hometown #Isafjordur, the first time as President. Despite all the dinners and launches in this almost quarter of a century they still fit! Do I deserve to be proud? Result of daily walks and exercises pic.twitter.com/0OWFHCkaWa
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) October 19, 2020