Þessu reyndu vísindamenn við Kinsey Institute að svara með því að skoða niðurstöður tveggja rannsókna um kynlíf fólks. Báðar rannsóknirnar beindust að því hvað fólk tók sér fyrir hendur í apríl í Bandaríkjunum en þá hafði verið gripið til margvíslegra sóttvarnaraðgerða vegna heimsfaraldursins.
Í annarri rannsókninni kemur fram að um helmingur þátttakendanna stundaði minna kynlíf, nokkru færri höfðu stundað kynlíf í svipuðum mæli og fyrir heimsfaraldur og fimmtungur hafði gefið sér tíma til að stunda meira kynlíf en áður. Þátttakendurnir voru bæði einhleypt fólk og fólk í sambandi.
Í hinni rannsókninni voru allir þátttakendurnir í sambandi. Niðurstöður hennar eru meðal annars að þriðji hver hafði upplifað meiri deilur við hinn aðilann en fyrir heimsfaraldur. Bein tengsl reyndust á milli deilna og áhuga fólks á að faðmast og knúsast og kyssast, það dró úr öllu þessu. Einnig dró þetta úr kynlífsiðkun, fólk snerti kynfæri hvers annars sjaldnar og tíðni munngæla minnkaði. Einnig fékk fólk færri fullnægingar og stundaði minni sjálfsfróun. Því fannst það meira einmana en áður og að það ætti minna sameiginlegt með makanum en áður. Þetta átti sérstaklega við um pör sem bjuggu saman.