Dr. Sandra Lee, eða Dr. Pimple Popper eins og hún er betur þekkt, nýtur gríðarlega vinsælda á Instagram. Hún er með tæplega fjóra milljón fylgjendur á miðlinum og eigin sjónvarpsþátt á TLC.
Sjá einnig: Ert þú með bólublæti? – Þá eru þetta þættirnir fyrir þig: Fólkið á bak við bólurnar
Hún deilir reglulega allskonar bólumyndböndum á Instagram. Í nýlegu myndbandi fjarlægir hún laumufarþega á bak við eyra sjúklings. Konan kom upphaflega til hennar til að fjarlægja æxli og rétt áður en hún fór spurði hún Dr. Söndru Lee: „Heyrðu já, hvað er þetta á bak við eyrað mitt?“ Þá kom í ljós stór svartur fílapensill sem bólulæknirinn að sjálfsögðu fjarlægði.
Myndbandið hefur slegið í gegn með tæplega milljón áhorf. Horfðu á það hér að neðan.
https://www.instagram.com/p/CGD3ZPshS2S/