fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

„Við erum ekki slæmir foreldrar þó við lítum svona út“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 11:29

Victor og Jessica segja útlitið ekki breyta því að þau séu góðir foreldrar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrarnir Victor og Jessica verða fyrir fordómum vegna útlits þeirra.  Þau eru bæði verulega tattúveruð, sérstaklega Victor. Hann hefur gert margt annað til að breyta útliti sínu, eins og að tattúvera augun, fjarlægja aðra geirvörtuna, skipta tungunni í tvennt og stækka götin í nefinu og eyrunum.

Truly fjallar um fjölskylduna.

Victor segir að það hafi verið sársaukafullt að stækka götin í nefinu.

Victor byrjaði að breyta líkama sínum þegar hann var þrettán ára gamall og hefur ekki hætt síðan. Hann segir að sársaukafyllsta aðgerðin hafi verið að teygja á báðum götunum í nefinu (e. nose stretchers).

Victor er gatari (e. body piercing artist) og Jessica er grafískur hönnuður. Þau búa í Brasilíu og segjast verða fyrir miklum fordómum.

„Fólk reiknar ekki með því að við séum góðir foreldrar,“ segir Jessica.

Parið á soninn Nikolas.

Parið á soninn Nikolas sem er þriggja ára gamall. „Hann horfir á okkur og finnst við falleg. Ef við fáum okkur nýtt tattú þá horfir hann á það og segir: „Vá fallegt.“ Hann langar í tattú og við segjum við hann að hann megi fá þegar hann verður orðinn nógu gamall,“ segir Jessica.

Fjölskylda Victor gagnrýndi hann harðlega þegar hann byrjaði að breyta útliti sínu. Foreldrar hans hentu honum út á götuna þegar hann var þrettán ára gamall og hann talaði ekki við móður sína í tvö ár.

Fjölskylda Jessicu var  mjög ósátt með makaval hennar. „Um leið og við opinberuðum samband okkar á Facebook varð líf mitt að lifandi helvíti. Ég missti næstum alla vini mína. Fólk dæmdi hann án þess að þekkja hann. Það hélt að hann væri dópisti og sagði að hann yrði hræðilegur pabbi. En um leið og fjölskylda mín kynntist Victor sá hún að hann er frábær manneskja og yndislegur faðir,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/CDtUy7lsyQy/

Foreldrarnir hafa stofnað Instagram-síðu til að vinna gegn fordómunum sem þau verða fyrir.

„Fólk býst ekki við því að við séum með vinnu eða förum í kirkju. Hvað þá að við ölum upp barnið okkar með ást,“ segir Victor.

„Vonandi breytist það í framtíðinni. Það passa allir í einhvern kassa, en ekki við. Við viljum vera öðruvísi. Við viljum ekki vera eins og allir aðrir,“ segir Jessica.

Horfðu á þátt Truly hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni