fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fókus

Bragi Valdimar hvetur til uppreisnar – „Látum nú Mikka ræfilinn hafa meira fyrir athugasemdaflóðinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistamaðurinn og íslenskugúrúinn Bragi Valdimar Skúlason, stendur vörð um íslenskuna, enda einn vinsælasti textahöfundur landsins. Bragi stýrir einnig sjónvarpsþættinum Kappsmál ásamt Björgu Magnúsdóttur sem snúast einnig um okkar ástkæra ylhýra.

Braga var því lítið skemmt þegar efnisveitan Disney+ hóf að bjóða Íslendingum upp á þjónustu sína, án þess að bjóða upp á íslenskt tal, eða íslenskan texta. Hann hvetur því alla Íslendinga til að krefjast þess að Disney+ bjóði upp á íslenskað efni. Þetta skrifar hann á Facebook:

„Elsku bestu öll. Nú skulum við öll. Já öll (óháð því hvort við erum með Disney+ áskrift eða ekki) demba okkur á netspjallið hans Mikka Músar og heimta alla íslensku textana og talsetningarnar góðu, sem eru sannarlega til í katakombum draumasmiðjunnar – og kæmu sér vel fyrir lítil eyru og augu fyrir framan skjáinn.

Látum nú Mikka ræfilinn hafa meira fyrir athugasemdaflóðinu, en þegar hann starfaði sem lærisveinn galdramannsins hér í eina tíð.
Spjallið er hér neðst: https://help.disneyplus.com/
Þið getið líka prófað að hringja og öskra smá.“
Ekki stóð á viðbrögðum við færslu Braga og greindu margir í athugasemdum frá því að hafa sett sig í samband við Disney+ og fengið þar svarið að unnið væri hörðum höndum að því að bjóða Íslendingum upp á íslensku.
Svar sem einn fékk var eftirfarandi:
„Ég biðst innilega afsökunar á þessu. Góðu fréttirnar eru þær að tungumálum verður bætt við smám saman. Ég vil fullvissa þig um það að Disney vinnur hörðum höndum að því að koma þessu efni til allra íslenskra barna“ 
Annar fékk þá skýringu að þar sem Disney+ hafi nýlega fært út kvíarnar þá hafi það valdið töfum í því að bæta við talsetningu og texta. Hins vegnar sé búist við því að slíkri uppfærslu verði lokið innan skamms.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fréttir af andláti Gauksins stórlega ýktar – Breytist í næturklúbbinn Fever á nóttinni

Fréttir af andláti Gauksins stórlega ýktar – Breytist í næturklúbbinn Fever á nóttinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Morgunrútína Gumma Kíró – Öndunaræfingar, ljósameðferð og ræktin

Morgunrútína Gumma Kíró – Öndunaræfingar, ljósameðferð og ræktin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó