Nadia segir að það sem hafi komið henni mest á óvart um „swingera“ er að þeir séu venjulegt fólk. Þetta eru kannski vinir, fyrrum skólafélagar eða jafnvel vinnufélagar þínir.
Nadia komst að þessu þegar hún fór í „swing partý“ í Sydney í Ástralíu. Hún segir að „swing partý“ sé ekki það sama og kynsvall (e. orgy), en aftur á móti geti kynsvall átt sér stað í „swing partýi“.
Fljótlega eftir að Nadia mætti í partýið var hún leiðrétt. Fólk sem skiptist á mökum vill ekki láta kalla sig „swingera“.
„Við köllum þetta ekki „swing partý“ og við tölum ekki um okkur sem „swingera“. Þetta er gamaldags hugtak með felur gjarnan í sér neikvæða skírskotun,“ sagði gestgjafinn við Nadiu og sagði að þau kalli þetta frekar „náinn fullorðinsviðburð“ (e. intimate adult event).
Nadia spurði þá hvað þau kalli sig ef ekki „swingerar.“
„Manneskjur,“ sagði þá gestgjafinn.
Eins og fyrr segir skal ekki rugla saman kynsvalli og „nánum fullorðinsviðburði“. En hins vegar, líkt og áður segir, getur kynsvall átt sér stað á slíkum viðburð og hefur Nadia orðið vitni að slíku.
„Það besta sem ég get gert til að lýsa þessu er að: Eina stundina vorum ég og kærasti minn að spjalla við par, sem var þá fullklætt. Svo voru þau skyndilega nakin ásamt öðru fólki í einskonar mennskri saltkringlu, beint fyrir framan okkur. Ég var hvorki nógu liðug né örugg til að taka þátt, en ég sagði ekki nei við að horfa á klám í beinni,“ segir Nadia.
Nadia segir að flestir sem hún hefur kynnst í gegnum þennan heim séu gift pör með börn sem vinna hjá stórum fyrirtækjum og spjalla jafn eðlilega um veðrið og næsta trekantinn sem þau ætla í.
Það sem kom henni mest á óvart var að hún þekkti „swingera“ og segir að þú gerir það örugglega líka.
„Það eru miklar líkar á því að þú þekkir allavega eitt par sem stundar kynlíf með öðru pari, þú veist það bara ekki. Ástæðan fyrir því er að fólk sem stundar þennan lífsstíl fer venjulega leynt með það,“ segir hún.
„Það kom mér einnig á óvart að þetta eru ekki aðeins eldri hjón með börn. Lífsstíllinn er einnig vinsæll hjá pörum á þrítugsaldri.“
Nadia hefur átt margar góðar samræður við fólk sem stundar lífsstílinn. Hún átti meðal annars gott samtal við konu sem sagðist stundum verða afbrýðisöm, enda mennsk og með tilfinningar, en hún gerir ekkert í afbrýðisseminni.
„Það gerir ekkert fyrir mig ef ég stjórnast af afbrýðissemi. Afbrýðissemi er tilfinning eins og reiði, en þú lætur ekki stjórnast af reiði í hvert skipti sem þú verður reið,“ segir hún.
Sjá einnig: Ástæðan fyrir því að konur hata munnmök