Íslenskar konur eru með eindæmum glæsilegar og kraftmiklar. Það þarf því engan að undra að þegar sleggjur á borð við þær sem prýða þennan lista eru einhleypar – þá séu þær eftirsóttar.
DÓRA BJÖRT GUÐJÓNSDÓTTIR
Dóra Björt er 32 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún náð langt í stjórnmálum og er oddviti Pírata. Hún er einnig formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjarvíkurborg. Dóra Björt situr ekki á skoðunum sínum og er óhrædd við að láta í sér heyra. Dóra litaði hárið á sér nýlega ljóst og þykir það fara henni ákaflega vel. Kraftmikil kona sem lætur í sér heyra
ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR
Ljósmyndarinn Ásta Kristjánsdóttir þykir ein sú færasta á landinu en hún hefur myndað margar fallegustu forsíður tískutímarita hérlendis og hafa myndir birst eftir hana í indverska og ítalska Vogue svo fátt eitt sé nefnt. Hún starfaði lengi sem fyrirsæta og kom að stofnun fyrirsætuskrifstofunnar Eskimo á Íslandi, Rússlandi og Indlandi. Ásta er sinn eigin herra og rekur ljósmyndastúdíóið Studio8. Auk þess er hún að koma á laggirnar íslenskri snyrtivörulínu sem kallast Oil of Iceland.
DÓRA JÓHANNSDÓTTIR
Dóra Jóhannsdóttir er leikkona og leikstjóri. Hún er einnig stofnandi spunaleikhópsins Improv Ísland. Í fyrra var hún yfirhandritshöfundur Áramótaskaup-sins. Hún hefur einnig haldið námskeið í sketsaskrifum. Dóra varð fertug á árinu og á einn son. Dóra er mikill húmoristi svo leiðinlegir vonbiðlar geta átt sig.
AUÐUR JÓNSDÓTTIR
Auður er flestum landsmönnum kunn fyrir skemmtilegar skáldsögur sínar. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður, en það mæt ti segja að það starf hafi verið henni í blóð borið þar sem móðir hennar skrifaði fyrir ýmsa fjölmiðla eins og Mannlíf og Ríkisútvarpið. Auður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir skáldverk sín og má þá helst nefna Stjórnlausa lukku, Skrýtnastur er maður sjálfur, Tryggðarpant, Stóra skjálfta og Þjáningar-frelsið, en þær voru meðal annars tilnefndar til Íslensku bókmenntaverð-launanna og þau verðlaun fékk hún svo fyrir Fólkið í kjallaranum. Sú bók var jafnframt tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda-ráðs 2006 og Ósjálfrátt til sömu verðlauna 2013. Kvikmynd var gerð eftir skáldsögu hennar Stóra skjálfta sem frumsýnd verður á næsta ári. Auður er 47 ára gömul og þykir alveg hrikalega fyndin og skemmtileg. Það leiðist engum í kringum Auði. Hún er margverðlaunuð snilld!
GUÐRÍÐUR TORFADÓTTIR
Gurrý einkaþjálfari er einna þekktust úr sjónvarpsþáttunum Biggest Looser og rekur í dag sína eigin fjarþjálfun á gurry.is. Eins og þeir sem hafa séð þættina með Gurrý vita þá er hún grjóthörð, eldklár, drulludugleg og því þýðir ekkert fyrir metnaðarlausa menn eða menn sem nenna ekki að hreyfa sig að reyna að hreyfa við henni.
SILJA ÚLFARSDÓTTIR
Silja er fyrrverandi afreksíþróttakona í frjálsíþróttum. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í spret thlaupum og vekur aðdáun hvert sem hún fer. Silja er þúsundþjalasmiður og hefur starfað sem sölu- og markaðsstjóri, íþrótta-frét tamaður og þjálfað afreksmenn á öllum aldri. Hún er í dag hlaupaþjálfari og hefur verið að þjálfa fólk í gegnum samfélagsmiðla á tímum COVID. Silja er 39 ára og móðir tveggja drengja.