Lögmaðurinn umdeildi Sveinn Andri Sveinsson verður afi árið 2020. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni. Sara Messíana Sveinsdóttir, dóttir Sveins Andra, og kærasti hennar, Bjarni Geir Gunnarsson eiga von á barni.
„Um leið og ég þakka fjölskyldu og vinum til sjávar og sveita fyrir öll liðnu árin þá vil ég óska þeim gleðilegs og gæfuríks árs 2020. Sjálfur er ég í upphafi nýs árs algerlega að missa mig yfir nýju hlutverki sem mér mun hlotnast þar sem hún Sara dóttir mín ætlar að gera mig að afa í júlí. Það sem ég hlakka til. Til hamingju Sara Messíana og Bjarni Geir Gunnarsson.“
Sveinn Andri hefur lengi verið áberandi í umræðunni á Íslandi, í fyrra vakti hann athygli vegna harðar orðaskipta hans við Skúla Gunnar Sigfússon (Skúli í Subway). Auk þess var Sveinn skipaður skiptastjóri þrotabús WOW air.