Tónlistarmaðurinn ástsæli Helgi P, oft kenndur við Ríó tríó, er að flytja aftur til Íslands ásamt eiginkonu sinni Birnu Pálsdóttur, en þau hafa búið í Danmörku síðustu tvö ár. Ekki er víst hvað Helgi tekur sér fyrir hendur en þegar hann flytur heim á ný en hann hefur starfað sem fjölmiðlamaður, markaðsmaður, upplýsingafulltrúi og í stjórnmálum að ógleymdri tónlistinni svo ljóst er að fengur er í að fá þennan hæfileikaríka mann aftur til landsins.
Helgi er einnig faðir Snorra Helgasonar tónlistarmanns og Heiðu Kristínar Helgadóttur stjórnmálaundurs sem stýrði meðal annars Besta flokknum í höfn á sínum tíma og er í dag forstjóri Niceland.
Helgi bætist í stóran hóp brottfluttra Íslendinga sem kjósa frekar að takast á við heimsfaraldur á Íslandi.