fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fókus

Einar Ágúst var laminn og pyntaður af pólskum hermönnum – „Vinur minn dó við hliðina á mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. september 2020 10:20

Einar Ágúst Víðisson Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Ágúst Víðisson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í Podcasti Sölva. Einar Ágúst, sem varð þjóðþekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Skítamórals. Hann fer í viðtalinu yfir tímabilin þegar hann var kominn á kaf í neyslu og glæpi. Einar var á beinu brautinni sem tónlistarmaður, sjónvarps- og útvarpsmaður þegar það fór að halla verulega undir fæti. Hann missti öll tök á tilverunni, endaði í mjög slæmum félagsskap og fór á kaf í neyslu. Einar hefur gengið í gegnum hluti sem fæstir geta gert sér í hugarlund. Atvikið sem breytti lífi hans, var þegar hann var laminn og var hreinlega heppinn að sleppa á lífi:

„2006 næ ég mér út úr ógæfunni miklu, sem hafði staðið frá 2004. Ég var sem betur fer var ég barinn í hakkabuff vorið 2006 að það kviknaði á einhverjum perum. Ég var laminn það illa að vinur minn sem var með mér dó á gólfinu við hliðina á mér. Hann blánaði bara upp og dó við hliðina á mér. Ég var pyntaður af fyrrverandi pólskum hermönnum. Fólk veit ekki hvað hefur gengið á, Sölvi ég hef verið pyntaður af pólskum hermönnum á meðan vinur minn dó við hliðina á mér. Þeir sátu á bakinu á mér og börðu mig ítrekað í höfuðið á meðan ég gat ekki andað. Ég var „teisaður“ og sparkaður og saumaður 20 spor í andlitið. En þetta bjargaði lífi mínu, af því að daginn áður hafði ég setið með byssu upp í mér og hugsað: „Þetta er tilfinningin.“  Ég hafði oft fengið þessa hugmynd að drepa mig, en ég er svo trúaður að hún gekk aldrei upp. En þarna var ég algjörlega búinn að gefast upp. Mig langaði alltaf að verða aftur skemmtikrafturinn og hressi strákurinn sem ég er, en það gekk bara ekkert upp. Ég var bara að vinna úr einhverju karma……Einfaldasta útskýring á því af hverju ég lendi í þessu öllu er kannski að ég bjó í húsi eins frægasta handrukkara Íslands sírífandi kjaft, það náttúrulega endar bara með því að maður er laminn.“

Oft setið í fangaklefa.

Einar var oftar en einu sinni látinn dúsa í fangaklefa eftir brölt í röngum félagsskap og eitt skiptið var eftirminnilegt.

„Ég var handtekinn með 40 stolin skotvopn, 20 kíló af sykri, skothelt vesti, 900 kamagara töflur og slatta af dópi. Þetta var allt saman í húsi sem að ég var í. Baksagan er sú að vopnasafni var stolið og vinur minn var fenginn til þess að redda þessu áður en vopnin yrðu seld úr landi, svo hafði hann verið erlendis, reyndar í glæpsamlegum tilgangi og ég er í húsinu. Og ég er bara að ryksuga eins og fínn maður þegar ég sé rauða bletti á bringunni á mér, af því að sérsveitin var að miða á mig fyrir utan húsið. 30 manns,“ segir hann.

Missti allt á einni viku

Hann segir gífurlega erfitt að lýsa þjáningunni sem því fylgir að missa allt á einni viku, sem gerðist árið 2004.

„Ég missi eiginlega allt saman á einni viku, þó að blessuð konan hafi nú gefið mér séns aðeins lengur. En þarna fór allt á einni viku, mannorðið, vinnan á FM, ég þurfti að segja upp og popptívi var líka búið og innslögin mín í Íslandi Í Dag, þetta fór bara allt. Og ég sagði líka upp í hljómsveitinni. Þetta var eftir að það var gert opinbert að ég var handtekinn heima hjá konu í hóp sem var að flytja inn fíkniefni. Ég var í röngum félagsskap og slæðist þarna með og var í gæsluvarðhaldi í einhverja 6 tíma, en var svo sleppt. En þetta var nóg til þess að ég missti eiginlega allt,“ segir Einar og heldur áfram

„Það er svakaleg tilfinning að missa allt svona á einu bretti. Hún er rosaleg. Það er ekki nokkur maður sem myndi vilja upplifa þetta. Algjör skelfing, vanlíðan, myrkur og kvöl. Það er eins og það sé hnífur í síðunni á þér þegar þú þarft að horfast í augu við aðstandendur þína sem þú ert búinn að bregðast til dæmis og þorir ekki heim til þín og felur þig bara. Það er bara allt farið og það snúa allir við þér bakinu og þú veist ekki hvort þú færð að sjá börnin þín aftur eða hvort pabbi þinn og mamma verði á lífi þegar þú kemur úr felum.“

Erfið barnæska

Einar segist muna eftir mikilli vanlíðan allt frá barnæsku og telur að hann hafi á löngum köflum verið að reyna að flýja þá vanlíðan með neyslu og rugli.

„Frá því ég man eftir mér hefur mér liðið illa. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið í kvíða og þunglyndi og samt er ég besti skemmtikrafturinn. Mín fyrsta minning er kvíða- og áhyggjutilfinning og mín ævi hefur mjög mikið farið í að reyna að spila framhjá þessum tilfinningum. Bæði með félagsskap, öðru fólki, íhugun, lestri og fleiru. En maður leitar kannski of mikið í það sem heldur manni frá vanlíðaninni tímabundið og ég held að þess vegna hafi ég byrjað að drekka 13 ára.”

Einar segist stundum eiga erfitt með að horfast í augu við hlutina sem hann hefur gert. „Þegar maður hefur gert svona hræðilega hluti á maður stundum erfitt með að selja sér að maður sé góð manneskja. Ég hef farið svo rosalega langt Sölvi. Ef þú horfir á Svartur á Leik eða aðrar bíómyndir í þeim dúr, þá verður þú að átta þig á því að ég hef tekið þátt í að gera þessa hluti sem eru sýndir í þessum myndum. Ég hef verið á dimmustu stöðunum og þá á maður stundum erfitt með að telja sér trú um að maður sé góður gaur, en jú, ég vil trúa því að ég sé góður gaur.”

Í viðtalinu ræða Einar og Sölvi um stærstu sigrana, myrkustu tímabilin, tengslin við glæpastarfsemi, endurkomu Skítamórals og þakklæti Einars fyrir að vera enn á lífi.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.

https://www.youtube.com/watch?v=rRUHc_dFLdI&t=43s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“