DV hafði samband við ráðamenn þjóðarinnar og spurði hvað stjórnmálafólki landsins fyndist um fyrsta þátt Ráðherrans sem frumsýndur var á RÚV á sunnudagskvöld og hvort þátturinn hefði gefið raunsanna mynd af íslenskum stjórnmálum.
Hér fyrir neðan má sjá hvað þeim fannst um þáttinn:
„Það sem mér fannst standa upp úr eftir þennan fyrsta þátt eru gæðin á þessari íslensku framleiðslu. Frábærir leikarar, myndataka og allt yfirbragð fyrsta flokks. Með þessu vil ég alls ekki gera lítið úr efninu sjálfu, sem er ákveðinn spegill á samfélagið, dregur fram að geðrænir sjúkdómar gera ekki mannamun, og svo hefur pólitíska fléttan verið vel hugsuð.”
Bjarni slær á létta strengi og segist ekki þekkja baktjaldamakk eins og kemur bersýnilega fram í fyrsta þættinum. „Auðvitað hef ég aldrei orðið var við neitt svona baktjaldamakk í mínum flokki en hef heimildir fyrir því að svona samtöl eigi sér stað hjá hinum flokkunum.”
„Ég hafði gaman af Ráðherranum og fyrsti þáttur lofar góðu um framhaldið. Það er hætt að koma manni á óvart hvað við eigum mikið af hæfileikafólki á þessu sviði en alltaf jafn gaman að sjá. Svo var ég auðvitað mjög sáttur við kosningaúrslitin, fannst þau sanngjörn. Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum með því að ég man ekki eftir svo líflegri kosningavöku hjá okkur Sjálfstæðismönnum.“
Mér fannst þátturinn góður. Flott leikstjórn og allt utanumhald (upptökur o.fl.). Góðir leikarar og sterkur þráður. Augljóst að íslensk framleiðsla á þessu sviði eykst að gæðum ár frá ári sem er lofsvert.
„Ráðherrann var skemmtilegur og mér fannst Ólafur Darri svo einlægur og sannfærandi – að hann gæti klárlega farið inn á svið stjórnmálanna! Hugmyndin að 90% kjörsókninni er snjöll og fannst orðræðan í kringum hana góð og trúverðug – stjórnmál snúast um þátttöku og að hreyfa við fólki! Það tókst vel! Verður gaman að fylgjast með næsta þætti.“
„Náði ekki að sjá hann. Mun samt horfa við fyrsta tækifæri.“
„Þetta var mjög gaman.“
„Ég horfði og fannst þátturinn bæði óþægilega raunsær en líka óraunverulegur. Ólafur Darri sýndi mjög góðan leik og á örugglega eftir að sýna enn magnaðri leik í næstu þáttum.“
„Er á ferðalagi og ekki búinn að sjá þáttinn.“
„Ég sá lítið raunsætt við þetta nema að leikmyndin var góð. Annað nokkuð langt frá raunveruleikanum eins og ég þekki stjórnmálin. Ágætis skemmtun samt.“
„Ég var hrifin og hlakka til að sjá næsta þátt. Það er sterkur upptaktur um framhald þarna. Auðvitað pínu sár að þarna vantaði Viðreisn en sennilegast hefur það verið vegna þess að ég var ekki komin á þing þegar serían var skrifuð. Sé þá skýringu svona helsta. En án alls gríns þá fannst mér þátturinn skemmtilegur og ekki aðalatriðið hversu raunsönn mynd er dregin upp. Fannst það ekki endilega vera en um sumt þó. Kosningasjónvarpið ruglaði mig aðeins, sex flokkar voru settir upp í grafík um úrslit en bara fimm formenn í setti. Stór plús fannst mér að sjá heiðursmennina Boga Ágústsson og Ólaf Þ. Harðarson rýna úrslit. Eins og að koma heim að sjá þá. Leikurinn fannst mér frábær og Ólafur Darri algjörlega brilliant.“
„Virkaði vel á mig, eiginlega óþægilega sannfærandi handrit því mér leið eins og ég væri mættur í vinnuna á sunnudagskvöldi.
„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt, leikur allra til fyrirmyndar og Darri auðvitað mjög sannfærandi pólitíkus. Hlakka til að sjá næsta þátt. En það var þó eitt alveg sjúklega ósannfærandi sem handritshöfundar hefðu mátt vita… Samfylkingin myndi aldrei fara í kosningabandalag með Sjálfstæðisflokki.“
„Þessi fyrsti þáttur lofar góðu fyrir framhaldið, hélt athyglinni allan tímann og verður áhugavert að sjá hvernig sögulínan þróast.“
„Ég horfði á og þetta var glettilega nákvæmt. Það var ýmislegt sem maður kannaðist við. Sorglegt að allir flokkar gætu ekki verið með.“
„Ég sá megnið af þættinum og fannst hann bara venjulegur íslenskur þáttur þar sem ég heyri bara annað hvert orð. Þátturinn er ekki raunsönn lýsing á íslenskum stjórnmálum, sem er svo sem allt í lagi. Væri hann raunsönn lýsing myndi það drepa áhorfendur úr leiðindum.“
„Mér fannst þetta frábær þáttur. Fyrir utan hvað hann var vel gerður og handritið gott þá gleður það mig alltaf að sjá góðan leik. Ég fylltist auðmýkt og stolti. Ólafur Darri, Aníta Briem, Þuríður Blær og Þorvaldur Davíð stóðu sig virki- lega vel. Ég hafði líka gaman af því að í þættinum voru karakterar sem maður hefur hitt fyrir en er feginn að rekast ekki mikið á í dag. Þetta var áhugaverður þáttur, flott ís- lenskt sjónvarp og öllum þeim sem að honum komu til sóma.“