fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Aníta Briem um krefjandi verkefni og kjaftasögur – „Einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar“

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 21. september 2020 10:30

Aníta Briem. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brot úr helgarblaði DV

Aníta Briem hefur verið mjög eftirsótt sem leikkona hérlendis. Má þá helst nefna sjónvarpsseríuna Ráðherrann sem frumsýnd var í gærkvöldi, kvikmyndina Skjálfta, sem Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir og verður frumsýnd á næsta ári, kvikmyndina Svar við bréfi Helgu, byggða á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson, leikstýrt af Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, og Berdreymi sem Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrir.

Hún segir öll þessi verkefni vera með þeim mest krefjandi á ferli sínum en í Skjálfta leikur Aníta flogaveika konu og er hlutverkið því mjög krefjandi líkamlega. Hún sökkti sér langt ofan í karakter persónunnar sem hún leikur, með öllu því sem tilheyrir. „Síminn minn er fullur af myndböndum af mér að æfa mig að fá flogaveikiköst. Það var nauðsynlegt að ná þessu rétt. Myndin snýst ekki um flogaveiki en flogaveikin sjálf er samt stórt púsluspil í atburðarásinni. Auður Jónsdóttir, höfundur bókarinnar sem handritið er skrifað eftir, lýsti þessu svo vel þegar hún sagði að þetta væri eins og að vera með árásarmann hangandi yfir sér og vita aldrei hvenær hann ræðst á þig.“

Aníta rannsakaði sjúkdóminn og andlegar og líkamlegar afleiðingar hans til þess að ná utan um persónuna sem hún myndi leika. „Auður Jóns kom mér í samband við Kára (Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og taugalækni) og hann gaf mér góða innsýn í taugafræðina og af því að hann er svo góður sögumaður sjálfur þá gat hann útskýrt svo vel áhrifin sem sjúkdómurinn hefur á líkamlega sem og andlega velferð. Ég man að ég labbaði út af skrifstofunni hans og fékk hnút í magann. Ég hugsaði: Nú er eins gott að ég geri þetta vel. Hann fylgist með því að ég komi þessu vel frá mér og verður án nokkurs vafa óhræddur að láta mig heyra það ef ég klúðra þessu.“

Þegar tökum lauk svaf Aníta í tvo daga, algjörlega úrvinda. „Þetta var krefjandi en um leið alveg mögnuð saga. Persónan missir minnið í stóru flogaveikikasti og um leið hverfur öll meðvirkni með fjölskyldu og vinum og hún fer að krefjast þess að tekið sé á ýmsum málum þegar hún fær ferska sýn á fjölskyldulífið.“

 

Ljótasti eiginleikinn

Talið berst að kjaftasögum og um hvernig það sé að vera komin aftur í „litla þorpið“ sem Reykjavík er, í samanburði við bandaríska stórborg. Það er vissulega fegurð fólgin í litlu, nánu samfélagi sem er fljótt að hlaupa undir bagga með vinum og ættingjum þegar illa fer, en að sama skapi er stutt í Gróu á Leiti.

„Ég verð seint sannfærð um það að þetta tvennt, alúðin sem við eigum sem samfélag og kjaftasögur, sé tengt að einhverju leyti eða þurfi hvort á öðru að halda. Mér finnst þessi þörf til að slúðra einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar og ég hef alltaf þolað hann mjög illa. Ég trúi svo mikið á þessa þjóð. Ég trúi því að við getum stofnað til átaks og haft Ísland bara alveg slúðurlaust 2020. Getum við ekki bara gert það?“

Upplifir þú þessa slúðurmenningu sterkari hérlendis ?
„Já, ég geri það og finn þörf fyrir að halda mig aðeins til hlés af því að ég finn að um leið og ég geri það ekki þá byrja kjaftasögur og ég er frekar viðkvæm fyrir því og mér finnst það ljótt. Fólk áttar sig ekki á að kjaftasögur geta verið svo meiðandi og sært miklu fleiri en þann sem sagan er um.“

Einlægnin sem einkennir Anítu skín sterkt í gegnum lífsviðhorf hennar. Virðing fyrir fólki er henni mikilvæg og segir hún ekki þurfa meira en að horfa á hlutina í gegnum augu barna sinna til að sjá hversu meiðandi slúður er í raun. „Ef dóttir mín kæmi heim með sögur um vini sína, færi að tala um að hún hefði nú heyrt þetta og hitt og þessi væri svo leiðinleg, ég myndi nú bara segja henni að steinhætta! Ef það er að vefjast fyrir okkur hvað er rétt og rangt og hvernig við getum verið betri manneskjur, þá er gott að hugsa hvernig maður myndi tala fyrir framan barnið sitt og spegla sig í því,“ segir Aníta.

Aníta Briem. Mynd: Anton Brink
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu