Ráðherran fjallar um háskólakennarann Benedikt Ríkarðsson sem dreginn er inn í pólitík, endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður í kjölfarið forsætisráðherra Íslands. „Eftir nokkra mánuði í starfi fer að bera á andlegum veikindum hjá honum og þá þarf samstarfsfólk hans að leggja stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni,“ segir í lýsingu á þættinum í frétt RÚV.
„Það er spenna og smá kvíði,“ sagði Ólafur Darri í samtali við Hrafnhildi Halldórsdóttur í Sunnudagssögum á Rás 2 í dag. „Ég er svolítið stressaður fyrir Ráðherranum. Ástæðan fyrir því er frekar einföld. Ég er að leika mann sem er að glíma við sjúkdóm sem ég hef aldrei fengið og vonast til að fá aldrei. Það er svolítið erfitt þegar maður er leikari að leika eitthvað sem maður hefur ekki upplifað.“
Með helstu hlutverk fara, auk Ólafs Darra, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Leikstjórar þáttanna eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson og handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Jónas Margeir Ingólfsson.
Hér fyrir neðan má sjá hvað þjóðin hafði að segja um fyrsta þáttinn:
Hvar get ég kosið Ólaf Darra? #ráðherrann
— Hulda María (@littletank80) September 20, 2020
#ráðherrann
Svei mér þá. Ég gæti hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með þennan formann.— Magnús (@Magns1) September 20, 2020
Ég er að horfa á #ráðherrann . Ekki af því ég hafði brennandi löngun til þess heldur af því allir eru að horfa.
Kveðja þessi sem vill bara vera memm 😅— Margrét Johnson (@margretmjohnson) September 20, 2020
Fyrirframákveðið ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins? Neineineinei #ráðherrann
— nikólína hildur (@hikolinanildur) September 20, 2020
Svakalega er skrýtið að halda með Sjálfstæðisflokknum 😱😱😳 #ráðherrann
— BryndisGunnarsdottir (@bryndisg75) September 20, 2020
Þetta er einsog svona endurrsaga á 2007 með xd og samfylking í pre hrunið, Valgerður formaður Samfylkingar einsog Þorgerður Katrín + Ingibjörg Sólrún #ráðherrann
— Sigurður ingi (@Ziggi92) September 20, 2020
Finnst #ráðherrann ekki vera að fá jafn mikið pepp og hann á skilið
— Arnaryonghojin (@arnaryonghojin) September 20, 2020
Er mjög spenntur fyrir Ráðherranum en get ómögulega áttað mig á hvort þetta eru drama eða grínþættir. Kannski bara hressandi splunkuný kategoría með skandinavískum klósettsenum. #ráðherrann
— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) September 20, 2020
Ipadinn við klóstið hversu næs #ráðherrann
— Þorgerður María Þorbjarnardóttir (@stelpurofan) September 20, 2020
Loksins er hægt að hafa gaman af Framsóknarmönnunum #ráðherrann #theminister
— Sverrir Fridriksson (@Sigurdrifa) September 20, 2020
Fyrsti kjánahrollurinn kom eftir tæpar 5 mínútur 🤢 #ráðherrann
— Addi Eggerts (@AEggerts) September 20, 2020
Hahaha! Þegar sú sem er yfir símaverinu er beðin um að hella upp á kaffi 💔🗡😂 #ráðherrann
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) September 20, 2020
Afhverju er framsókn eins og miðflokkurinn aftur undir stjórn Sigmundar #ráðherrann
— Sigurður ingi (@Ziggi92) September 20, 2020
það eru víst allir voða horny í sjálfstæðisflokknum #ráðherrann
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) September 20, 2020