Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?
Hrútur
21.03. – 19.04.
Hægan, hægan, elsku Hrútur. Þótt þú hafir fengið eina fríhelgi þá áttu ýmislegt óuppgert. Farðu hægt af stað í ný ævintýri og mundu að setja tíma fyrir þig sjálfan í forgang ALLA daga, takk fyrir.
Naut
20.04. – 20.05.
Plánetan Mars hefur þau áhrif á Nautið þessa vikuna að erfiðar tilfinningar koma upp á yfirborðið. Þú gætir dregið þann lærdóm af því að þú eigir að gera þarfir þínar gagnvart maka eða samstarfsfélaga skýrari.
Tvíburar
21.05. – 21.06.
Æ, þér leiðist dagleg rútína þessa vikuna og ert einn af þeim sem segja „ohh, ég nenni ekki mánudögum!“ En það er bannað og allt undir þér sjálfum komið. Planaðu bara eitthvað skemmtilegt til þess að gleðja þig og þá sem standa þér næst!
Krabbi
22.06. – 22.07.
Elsku, óþolinmóði Krabbi. Þolinmæði er áhugavert hugtak sem þú þarft að kynnast aðeins betur þessa dagana. Plön og verkefni ganga aðeins hægar en óskir standa til, en mundu að það er oft ástæða fyrir því. Það er ekki æskilegt að flýta góðum hlutum. Flýtum okkur hægt þessa vikuna.
Ljón
23.07-22.07.
Kröftug orka kemur til þín í hugleiðslu þessa vikuna. Þú veist hvað þú vilt og ætlar að sækjast eftir því. Mögulega þarftu að færa einhverjar fórnir, eða vaða út í óvissuna til þess að taka þetta næsta skref, sem þú hefur mikla löngun til þess að gera.
Meyja
23.08. – 22.09.
Elsku, hjartans Meyja. Mundu að breytingar eru góðar! Þessa vikuna þarftu að sleppa tökunum og detta í flæðið. Annað mun halda aftur af þér. Við vitum að þú vilt stýra skipinu, en prófaðu að sleppa og sjá hvort þú stefnir ekki á nýja og spennandi áfangastaði!
Vog
23.09. – 22.10.
Heiðarleiki er orð vikunnar. Frekar en að sópa tilfinningum undir teppið til þess að hlífa öðrum þarftu að segja það sem segja þarf og setja sumum mörk. „Zenaðu“ þig í gegnum óvenjukrefjandi viku!
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Einhver pirringur í loftinu? Reyndu að bíta í tunguna og halda aftur af því hvernig þú svarar fólki. Þetta er ekki neinum að kenna. Nýttu vikuna í að rannsaka hvað það er í raun og veru sem veldur þessum skapbreytingum.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Best er að ná markmiðum sínum í smáum skrefum. Ekki sigra heiminn á einum degi! Aukin aðstoð býðst og léttir á. Þú sérð hlutina í skýrara ljósi. Fyrsta skrefið er stærsta skrefið og það verður tekið í þessari viku. Þú ert á góðri leið með að verða besta útgáfan af þér.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Æ, stundum er lífið svolítið subbulegt! Leyfðu þér að dvelja þar og skoða tilfinningarnar sem upp koma. Samþykktu sjálfa þig rétt eins og aðra. Þú ert nefnilega aðeins betri í því að predika sjálfsást en þú í raun og veru iðkar sjálf.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Ó, mæ! Ég roðna, það er svo mikill rómans í loftinu. Fyndið hvernig andstæður laðast stundum hvor að annarri. Ying-yang ástarsamband er í kortunum þínum þar sem ólíkir aðilar sjá allt í einu ekki sólina hvor fyrir öðrum. Mögulega einhver sem þú hefur þekkt lengi en „sérð“ í nýju ljósi.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Hamingjan þín dvelur í smáatriðum. Því hvernig á kosmósið að vita hvað þú vilt þegar þú veist það ekki beint sjálfur eða þegar þú ert í mótsögn við sjálfan þig? Við mælum með að þú gerir þér svokallað „mood board“ til þess að sjá fyrir þér og kalla til þín óskir þínar og þrár