fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fókus

Aníta Briem byggði einbýlishús í Ameríku en gat ekki hugsað sér að búa þar – Hjartað vildi heim

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 18. september 2020 08:00

Aníta Briem leikkona er flutt til Íslands. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Briem leikkona leikkona prýðir forsíðu DV sem kemur út í dag.

Aníta hefur einstaka nærveru. Hún er hæglát og krefst ekki mikillar athygli eða orku heldur skilur hún þvert á móti eitthvað óútskýrt eftir. Aníta er flutt í Vesturbæinn með fjölskylduna sína og hefur aldrei verið eins hamingjusöm og eftir að hún ákvað að flytja ekki inn í einbýlishúsið sem þau hjónin voru að byggja í Los Angeles. Hjartað vildi heim.

Í viðtalinu ræðir Aníta heimþrána sem laust niður eins og þrumu, löngunina að ala upp dóttur sína hérlendis, fjöldan allan af spennandi hlutverkum sem hún hefur leikið í síðustu mánuði og eiginmanninn sem var tilbúin til að yfirgefa húsið sem hann var að ljúka við að byggja til að elta ástina til Íslands.

Brot úr viðtalinu:

Í júní hófust tökur á kvik­myndinni Svar við bréfi Helgu eftir samnefndri bók. Con­stantine, eiginmaður Anítu, kom þá til landsins og var fljótur að átta sig á að eitthvað lá Anítu á hjarta. „Við áttum í kjölfarið mjög heiðarlegt og erfitt samtal. Ég sagði hon­um að ég fyndi það svo sterkt að það væri ekkert annað í boði fyrir mig og fyrir dóttur okkar. Hann fór ekki strax í vörn eins og ég bjóst við. Ég varpa þessari sprengju á hann en hann sagði: „Aníta, ég ætla að vera nógu skynsamur til þess að taka mér smá tíma og hugsa málið.Hann gerði það og kom til baka með tillögu. Við erum að klára að byggja okkur hús í Los Angeles sem er að verða tilbúið og hann spurði hvort ég væri ekki tilbúin í að við færum aftur út, kláruðum húsið og gengjum frá okkar málum og myndum svo flytja til Íslands eftir ár. Ég svaraði að ég þyrfti að fara út í göngutúr að hugsa málið og gjörsamlega grét þar úr mér augun við tilhugsun­ina. Þá hugsaði ég bara: Nei, þetta gengur ekki. Ég var svo viss í hjarta mínu að þetta væri rétt. Þegar hjartað er að tala svona ákveðið til þín eins og það gerði hjá mér, þarf að standa með því,“ segir Aníta sem býr nú á Ásvallagötu með fjölskyldunni sinni. Nýja húsið stendur hins vegar autt í Los Angeles.

„Þetta er bara hús, hús er bara hús. Við getum leigt það út. Húsið er bara efniviður. Hús eða æska barnsins míns?“ Nú talar hún með höndunum og leggur áherslu á það sem hún segir. „Það er bara ekki spurning hvað ég vel. Ég gat illa hugs­að mér að dóttir mín myndi missa þessa nálægð við ömmu sína, frænku og stórfjölskyld­una. Ég ólst upp í mjög nánu sambandi við ömmur og afa og það er svo mótandi.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“