Tiltektarsérfræðingar fjarlægðu 31 tonn af drasli af heimili konu og breytingin er ótrúleg. Carol er frá Missouri í Bandaríkjunum. Hún er það sem er kallað „hamstrari“ (e. hoarder).
Í gegnum árin hefur hún safnað að sér alls konar hlutum og endaði með að fylla fallega húsið sitt af drasli. Nánast hvert herbergi var fullt af drasli og hún gat ekki gengið upp tröppurnar heima hjá sér vegna drasls.
Carol deilir heimilinu með eiginmanni sínum, Dave. Fjölskylda þeirra fékk nóg og bað sérfræðingana í bandaríska sjónvarpsþættinum Hoarders til að koma og hjálpa Carol.
Það er sýnt frá þættinum í stiklu fyrir elleftu þáttaröð Hoarders. Saga Carol hefur farið eins og eldur í sinu um netheima ásamt ótrúlegum „fyrir og eftir“ myndum af heimilinu.
„Þetta er fallegt hús en nú er mikil óreiða. Það er auðvelt að gleyma sér ef þú hefur áhuga á mörgu […] Ég missti tökin og þetta er allt mér að kenna,“ segir Carol áður en sérfræðingar tóku til hendinni.
Horfðu á stikluna hér að neðan.