fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. september 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna vinsælu, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir ummæli sín um transfólk. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, hjólar harkalega í rithöfundinn í kjölfar upplýsinga um nýjustu bók hennar.

„Raðmorðingi í nýju bókinni hjá J.K Rowling er trans,“ segir Ugla á Twitter síðu sinni í dag. „Fyrir einhvern sem hefur sagt að hún „elski“ og „styðji“ trans fólk þá ætti hún að styðja það með því að sleppa því að nota virkilega skaðlega orðræðu um samfélagið okkar. En henni er sama – þetta er meðvitað. Þetta er ógeðslegt.“

Tíst Uglu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum en nokkur þúsund manns hafa líkað við það. „Hún hefur eytt mánuðum í að skrímslavæða og tala gegn transfólki – og núna gefur hún út bók þar sem transmanneskja er ofbeldisfullur raðmorðingi.  Og á sama tíma er hún hissa á gagnrýninni sem hún fær. Búum við á sömu plánetu?“

Þá segir Ugla að ef einhver sé ekki viss hvort rithöfundurinn hafi virkilegar áhyggjur þá geti hún sagt þeim að svo sé ekki. „Hún er að endurvinna öfgahægrisinnaðan áróður sem íhaldsmenn og andstæðingar transfólks hafa komið fram með. Að lokum segir hún að J.K Rowling sé að gera þetta af ásettu ráði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu