J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna vinsælu, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir ummæli sín um transfólk. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, hjólar harkalega í rithöfundinn í kjölfar upplýsinga um nýjustu bók hennar.
„Raðmorðingi í nýju bókinni hjá J.K Rowling er trans,“ segir Ugla á Twitter síðu sinni í dag. „Fyrir einhvern sem hefur sagt að hún „elski“ og „styðji“ trans fólk þá ætti hún að styðja það með því að sleppa því að nota virkilega skaðlega orðræðu um samfélagið okkar. En henni er sama – þetta er meðvitað. Þetta er ógeðslegt.“
Tíst Uglu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum en nokkur þúsund manns hafa líkað við það. „Hún hefur eytt mánuðum í að skrímslavæða og tala gegn transfólki – og núna gefur hún út bók þar sem transmanneskja er ofbeldisfullur raðmorðingi. Og á sama tíma er hún hissa á gagnrýninni sem hún fær. Búum við á sömu plánetu?“
Þá segir Ugla að ef einhver sé ekki viss hvort rithöfundurinn hafi virkilegar áhyggjur þá geti hún sagt þeim að svo sé ekki. „Hún er að endurvinna öfgahægrisinnaðan áróður sem íhaldsmenn og andstæðingar transfólks hafa komið fram með. Að lokum segir hún að J.K Rowling sé að gera þetta af ásettu ráði.
A serial killer in J. K.'s new book is trans. For someone who has said she 'loves' and 'supports' trans people, perhaps she should support them by avoiding deeply harmful tropes about our community. But she doesn't care – this is deliberate. It's gross.https://t.co/8GMg4gA0Tl
— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) September 14, 2020