fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Stórtíðindi af The Walking Dead þáttaröðinni – Höskuldarviðvörun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir aðdáendur The Walking Dead þáttaraðarinnar er rétt að taka fram að í þessari grein kemur svolítið fram sem gæti skemmt fyrir þeim varðandi söguþráðinn. Af þeim sökum er hér með sett fram Höskuldarviðvörun.

Þáttaröðin hefur notið gríðarlegra vinsælda en nú er komið að leiðarlokum. Framleiðslunni verður hætt eftir ellefu þáttaraðir. Enn á eftir að gera sex síðustu þættina í tíundu þáttaröðinni en hlé var gert á framleiðslunni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þessir sex þættir verða sýndir í byrjun næsta árs og í árslok 2021 hefjast sýningar á elleftu og síðustu þáttaröðinni og lýkur þeim í árslok 2022. 24 þættir verða í síðastu þáttaröðinni.

Variety skýrir frá þessu. En fram kemur að aðdáendur þáttanna þurfi ekki að örvænta því hliðarsería verði gerð í framhaldinu og verði tvær af aðalpersónunum úr þáttunum með í henni.

Hér er rétt að þeir hætti að lesa sem vilja ekki láta skemma söguþráðinn fyrir sér og er Höskuldarviðvörunin því endurtekin!

Nýja hliðarþáttarröðin er nú þegar á teikniborðinu og hefur verið ákveðið að Daryl Dixon og Carol Peletier verði aðalpersónurnar í henni. Þetta eru einu persónurnar sem hafa verið með í gegnum allar þáttaraðirnar af The Walking Dead.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger