fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Drullar yfir íslenska rappara -„Pabbastrákar vart komnir af táningsaldri“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 21:30

Samsett mynd - Tveir allra vinsælustu tónlistarmenn landsins - Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag flyt ég ykkar dánarfregn. Íslensk hipphoppsena er öll, andlátið varð einhvern tímann á síðustu tveimur árum. Banameinið var margþætt; flatir taktar, karllægni, ört minnkandi orðaforði og yfirgengileg enskuáhrif, andlaus dýrkun á kapítalisma, merkjavöru og eiturlyfjum, and-intelektúalismi, leti og metnaðarleysi, en það sem vó líklega þyngst: stöðnunin.“

Svona hefst pistillinn Andlát: Íslenskt rapp sem birtist undir nafni Davíð Roach Gunnarssonar í Lestinni á Rás 1 í dag, en þar ræðir hann, líkt og nafnið gefur til kynna, meint andlát íslenska rappsins. Í pistlinum er íslensku rappi skipt í þrjú skeið eða bylgjur, en höfundur vill meina að nú sé þú þriðja sé „úrkynjuð“ og „stöðnuð“.

„Það hefur vissulega komið margt gott út úr þessari þriðju íslensku rappbylgju og ég er alls ekki að segja að allt trapp eða rapp með autotjúni sé lélegt. En sami einsleitni hljómurinn, taktstrúktúr og raddbreytieffektarnir hafa verið ríkjandi í of mörg ár og lítil sem engin framþróun orðið. Það var ekki allt betra í gamla daga, en það er álíka banalt að trúa á stöðuga línulega framþróun til hins betra. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að margir eiga eftir að kalla mig gamlan kall bendandi á ský – en stundum er bara alskýjað, og þá er fáránlegt að láta eins og það sé bongóblíða.“

„Afleidd undanrenna“

Davíð vitnar í lagið Stjörnunnar með Herra Hnetusmjör, sem hann segir að hljómi eins og lag með Stjórninni. Þá fer hann ekki fögrum orðum um rapparana Ezekiel Carl og Haka, en hann segir að lög þeirra séu eins og „afleidd undanrenna“.

„Þetta er nýja lagið með Hr. Hnetusmjöri, vinsælasta rappara landsins, og eins og félagi minn orðaði það á Twitter þá hljómar það dálítið eins og Stjórnin. Sami rappari gerði jólalag með Björgvini Halldórssyni í desember. Nýjustu vonarstjörnurnar sem Alda Music veðjar á, Ezekiel Carl og Haki, eru eins og afleidd undanrenna, ljósrit af ljósriti eða bolur sem hefur farið svo oft í þvottavélina og þurrkarann að það er varla neitt prent eftir á honum, eins og tónlist samin af algóryðma.“

Höfundur segir að þegar að forstjóri eignastýringar Landsbankans lýir ást sinni á íslensku rappi og þegar að Emmsjé Gauti haldi jólatónleika, þá sé þetta búið.

„Þegar forstjóri eignastýringar Landsbankans segir í blaðaviðtali að íslenskt rapp sé uppáhaldstónlistin sín, og árshátíðir fjárfestingabanka öskursyngja „Græða peninginn“ með nýjasta 11 ára youtube-rappstirninu þá er endirinn að nálgast. Þegar Emmsjé Gauti er farinn að vera með jólatónleika og það er búið að setja á markað svokallað RappSnakk, sem er hentuglega hægt að kaupa í Hagkaup í Garðabæ, þá er þetta búið.“

Úrkynjun og afturför

Höfundur bendir á að Hipphopp-menningin eigi uppruna sinn að rekja til fátækasta hluta New York-borgar og af tónlistarstefnum sé rappið það sem tengist bókmenntum hvað mest, enda sé rúm fyrir meiri texta en í venjulegum dægurlögum.

Þá er fjallað um þessar þrjár rappbylgur. Sú fyrsta með Quarashi og Subterrainian, önnur með XXX Rottweiler hundum og að sú þriðja, sem nú sé í gangi, hafi byrjað með Gísla Pálma. Einnig er fjallað er um endurtekningar í textagerð sem að fyrirfinnst bæði á Íslandi og úti í heimi.

„Þriðja bylgja íslenska rappsins á rætur sínar að rekja þangað og mætti segja að hefjist með rapparanum Gísla Pálma. Fyrstu myndböndin með honum komu á Youtube upp úr 2010 og breiðskífa Gísla Pálma sem kom út 2015 var líklega hápunktur nýbylgjunnar.

En á einhverjum tímapunkti í þessari öldu varð vart við úrkynjun og afturför, lögin styttust og textarnir urðu æ endurtekningasamari og banalli. Tökum sem dæmi Gucci Gang frá 2017 eftir bandaríska rapparann Lil Pump, tveggja mínútna lag þar sem frasinn Gucci Gang er endurtekinn 53 sinnum, innan um hendingar eins og My Bitch love do Cocaine. Eða hið stórkostlega heimskulega Gummo með dæmda kynferðisbrotamanninum 6ix9ine. Mér hefur því miður fundist þessa áhrifa gæta í auknum mæli í íslensku rappi síðustu ár.

Í laginu Stór Audi bíll með Danil og Yung Nigo Drippin er vörumerkið Audi nefnt 37 sinnum, og undirmerki og vörulýsingar líka; Púll’upp í Audi, Q7 Stór bíll, 7 sæti eins og rútur, 5 prósent rúður. Nú ætla ég ekki að fullyrða að rappararnir hafi fengið greitt fyrir þetta en það er vitað að Emmsjé Gauti fékk aðgang að Audi bifreið gegn því að gera hana sýnilega á samfélagsmiðlum sínum.“

Efnishyggja sem sýni „rosalega firringu“

Einnig er minnst á efnishyggjuna sem birtist í Íslensku rappi. Til að mynda séu dýrir bílar og dýr föt vinsælt umræðuefni í íslensku rappi.

„Jón Trausti Reynisson kom inn á þessa yfirgengilegu efnishyggju íslenska rappsins í leiðara í Stundinni í byrjun árs. Hann nefnir myndbönd með ungum kvótaerfingja sem flaggar dýrum fötum, seðlabúntum og Range Rover-um, auk téðs Yung Nigo Drippin sem talar mikið um vörumerki eins og Cintamani, Vercace, Hugo Boss og Fendi í lögum sínum – þau koma raunar oft fyrir í titlunum.

Í þessu samhengi er líka áhugavert að ég hef það frá starfsfólki í grunnskólum að unglingar í efstu bekkjunum klæðast í auknum mæli hátískuvörumerkjum. Nú er ég ekki fylgjandi skólabúningum eða slíku, en mér finnst roasleg firring fólgin í því að Gucci, Balenciaga og Versace, merki þar sem ódýrustu beisikk peysurnar kosta kannski 150.000 krónur, sé orðið eitthvað sem grunnskólakrakkar stefna að. Þá er vitað að Hr. Hnetusmjör fékk greiddar 300.000 krónur fyrir að vera í Olís peysu á tónleikum sínum á Menningarnótt í fyrra.“

Leti og andleysi frekar en pönk

Þá er minnst á ákveðnar línur í íslensku rappi sem höfundi finnst einkennast af „and-intelektúalisma“. Hann segir ekkert að því að rappa um partý, eiturlyf og kynlíf, það þurfi bara að gera það með smá sköpunargleði. Þá heyri hann mótrökin „að það sé pönk í einfaldleikanum“. Hann segist þó ekki sjá þau í þessu tilfelli.

„Mér finnst þetta vera stefnubreyting frá því að rapp var það form sem hafði hvað mest að segja, yfir í einhvers konar and-intelektúalisma, orðfæð, efnishyggju og banalítet. Nú þarf alls ekki allt rapp að vera bókmenntaleg gáfumannatónlist eins Sage Francis eða Saul Williams, og það er ekkert að því að rappa um partý, eiturlyf og kynlíf, hlustið bara á Party and Bullshit með Biggie, eða subbulegu sukkvísurnar hans Danny Brown til að taka nýrra dæmi. En það er allavega gert af meiri sköpunargleði  en „ég er lit eins og gott efni“ eða „Þetta sjitt svo satt / Ég benga hana fast“. Menn virðast líka mjög mikið að vera að „gera þetta sjitt“ í íslensku rappi.

Ég hef heyrt þá mótbáru að það sé pönk í einfaldleikanum og endurtekningin eins og möntrur, leiðsla eða mekaníski takturinn í Krautrokki. En ég sé það bara ekki og finnst línur eins og „hugsa um þig, meira en að dópa mig“ og „Langar dagur úti var að harka hart / Held að ég sé Johnny Cash ég fæ cash“ hljóma meira eins og leti og andleysi en dada-ismi.“

Að lokum segir Davíð það hreinlega ekki það sama þegar að rapparar úr fátækrahverfum stæri sig af auðæfum sínum og þegar að pabbastrákar monti sig af Gucci-beltum og sölu á dópi. Hann segist þó að íslenska rappið muni lifna aftur til lífs von bráðar.

„Hipphopp sprettur upp úr jarðvegi hinna jaðarsettu í fátækrahverfum New York og það er ástæðan fyrir því að stöðutákn eins og gullkeðjur, dýrir bílar, kampavín og hátískuföt urðu snemma að hipphop-klisjum sem vinsælir rapparar stærðu sig af, það að komast í álnir þegar þú varst úr gettóinu var stórt mál.

En það skýtur skökku við þegar forréttindahlaðnir pabbastrákar vart komnir af táningsaldri, sem búa í foreldrahúsum í Garða- eða Vesturbænum, rappa um að selja dóp og gorta sig af Gucci-beltum. Og nú finnst mér senan vera komin á endastöð og varla neitt ferskt hafa komið út úr henni í langan tíma, verið að mjólka síðustu metrana úr tómum tanki. En ég elska hipphopp, það var fyrsta tónlistarstefnan sem heillaði mig. Rappið rís hiklaust von bráðar á ný eins og brakandi ferskur fönix upp úr stubbafulla öskubakkanum sem það liggur í núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger