fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Græðir á tá og fingri á OnlyFans – Íslenskir karlmenn meirihluti aðdáenda hennar

Fókus
Miðvikudaginn 9. september 2020 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan OnlyFans.com hefur verið til talsverðar umræðu upp á síðkastið. Í umfjöllun DV fyrir nokkrum vikum var greint frá því að íslenskar konur væru að ryðja sér til rúms á síðunni en síðan gengur út að selja áskrift af lokuðu myndefni. Rætt var við eina íslenska konu sem sagðist græða ævintýralegar fjárhæðir á síðunni. Töluverð aukning er meðal skráninga á íslenskra kvenna á síðunni en ekki er hægt að leita eftir þjóðerni kvenna svo þær eru ekki auðfundnar á síðunni.

Guðrún er íslensk kona á þrítugsaldri og er í topp 1,1 prósent þeirra sem selja efni sitt á OnlyFans. Við ræddum við hana um OnlyFans og sagði hún meðal annars íslenska karlmenn vera meirihluta aðdáenda hennar.

Guðrún byrjaði á OnlyFans fyrir nokkrum vikum og á þessum stutta tíma hefur henni tekist að komast í topp 1,1 prósent þeirra sem selja efni sitt á síðunni. Að hennar mati er OnlyFans „listamannasíða“. Þar er að finna fjölbreytta flóru fólks svo sem jógakennara og matreiðslumenn sem selja aðgang að efni sínu sem þó er á reiki hvað er nákvæmlega.

„Fólk er þarna inni á mjög mismunandi forsendum. Allt frá því að vera uppistandarar, leikarar, undirfatafyrirsætur, klámstjörnur og meira að segja fólk sem er með hlaðvarpsþætti. Fólk sem er á síðunni vill fá borgað fyrir listina sína og mér finnst þetta mjög góð leið til að koma sér á framfæri, sérstaklega þar sem tæknin er orðin svona góð,“ segir Guðrún og bætir við að hjá sumum er aðgangur að síðunni frír en venjulega þarf að greiða einhverja upphæð. Þeir sem selja efni sitt ráða upphæðinni og hvernig áskriftinni er háttað. Það er einnig hægt að fá tekjur frá öðru en áskrift á síðunni.

„Áskrifendur geta „lækað“ og skrifað við myndir á síðunni. Þeir ráða hvort þeir komi fram undir nafni eða ekki. Það kemur á óvart hvað margir nota síðuna og hvað margir eru virkir þar inni á. Ég bjóst alls ekki við því að síðan væri svona stór vettvangur yfir höfuð. Það er meiri peningur í þessu en ég bjóst við,“ segir Guðrún.

Útlendingar grófari

Guðrún var að byrja á sinni fjórðu viku á OnlyFans en er strax komin í hóp þeirra 1,1 prósent sem þéna mest á síðunni.

OnlyFans býður notendum að fylgjast vel með tölfræðinni, eins og hversu vinsælir þeir eru miðað við aðra notendur og frá hvaða landi áskrifendur þeirra eru.

„Í gær voru flestir sem komu inn á síðuna mína Íslendingar. Næst á eftir því voru Bandaríkjamenn og svo Spánverjar,“ segir hún og bætir við að útlendingarnir séu mun grófari í tali en Íslendingarnir.

„Eins og hvernig þeir tala og hvað þeir skrifa við myndirnar,“ segir hún en hefur þó sem betur fer ekki lent í neinum furðufuglum.

„Ég fæ aðallega bara mjög mikið af hrósum. Hef hingað til ekki fengið neitt furðulegt. Karlmenn hafa beðið mig um að hitta sig en ég segi auðvitað nei.“

18+ efni

Guðrún segir að efnið hennar sé aðeins fyrir átján ára og eldri. „Ég er með fleiri en 50 bikinímyndir og einnig undirfatamyndir. Ég er líka með alls konar leiki sem fólk getur unnið í, eins og ef það er heppið fær það mynd af mér sem enginn annar fær. Síðan virkar þetta ekkert ósvipað Instagram. Ég set myndir í „Story“ og svara skilaboðum og kommentum,“ segir hún.

„Þetta er ekki eins og einhver níu til fimm vinna, þetta er eins og hver annar samfélagsmiðill. Hvað ertu að eyða miklum tíma í Facebook á dag? Þetta er eins og það,“ segir Guðrún og segist sinna OnlyFans aðallega á kvöldin.

„Ég dýrka þessa síðu og hef bara fengið mjög gott viðmót á henni og fyrir utan hana. En auðvitað eru ekki allir sem samþykkja allt sem maður gerir og það er bara allt í lagi. Fólk má vera með eigin skoðanir.“

Aðspurð hvað henni þykir vera helsti kostur OnlyFans segir Guðrún kvenfrelsi.

„Mér finnst ég geta verið ég og þori að stíga út fyrir þennan ákveðna þægindaramma sem mjög margir kjósa að gera ekki. Að vera með mitt kvenfrelsi veitir mér mikinn styrk því ég finn fyrir meira sjálfstrausti. Ég get hent líkamssmánun og drusluskömm í burt í einu höggi. Þetta er minn líkami og ég geri það sem ég vil,“ segir Guðrún og bætir við að hún sjái enga galla við síðuna.

Misskilningur

Eins og fyrr segir hefur síðan verið talsvert til umræðu á íslenskum miðlum að undanförnu. Guðrún segir að helsti misskilningurinn um síðuna sé sá að fólk heldur að þetta sé „bara klámsíða, en þú ræður þinni för þarna inni sjálf.“

Hún segir að það séu örugglega fordómar í garð þeirra sem selja efni sitt á OnlyFans en hún hefur ekki fundið fyrir því sjálf.

„Ætli það sé ekki bara tabú að einstaklingur selji myndir af sér á netinu. Þó það hefur verið gert í mörg ár án þess að fólk taki eftir því. En þá er það yfirleitt fræga fólkið sem fær greitt. Nekt selur alltaf. Allir vita það og það fer aldrei úr tísku.“

Íslendingar þröngsýnir

Þó að íslenskir karlmenn spanni meirihluta þeirra sem skoða síðu Guðrúnar eiga Íslendingar það til að vera þröngsýnir að hennar mati.

„Mér hefur alltaf þótt Íslendingar vera mjög þröngsýnir þegar kemur að öllu nýju. En ég held að fólk sé bara hrætt við skoðun annarra því Íslendingar geta verið frekar dómharðir. Þetta er lítið land og maður þekkir marga á litla Íslandi. Fólk erlendis er örugglega ekki að spá jafn mikið í þessu, örugglega því það er yfirhöfuð léttklæddara vegna veðurs og myndirnar því einnig. En eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki bara myndasíða, heldur listasíða fyrir alls konar listafólk,“ segir Guðrún.

Mælir með síðunni

Guðrún segist klárlega mæla með OnlyFans. „Ef þú ert að spá í að búa til eigin síðu þá myndi ég byrja á því að ráðfæra þig við aðra notendur á síðunni og fá hjálp við að stækka fylgjendahópinn. Því þetta er „win-win“ fyrir alla. Þetta er frábært fyrir fólk sem vill koma sér á framfæri og fá smá pening í vasann í leiðinni,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki haft mikla trú á sér í byrjun en gangi ótrúlega vel.

„Efnið þitt er líka mjög vel varið á síðunni. Það er merkt þér og þú átt allan höfundarrétt. Ég get farið í mál við fólk sem stelur myndunum.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina