fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Sjáðu tryllt Graffítíverk Línu Rutar

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 2. september 2020 18:35

Lína Rut er ákaflega vinsæl listakona. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef átt mér þann draum lengi að búa til grafíti listaverk og ég hef verið að horfa í kringum mig í leit af hentugum vegg.  Þennan vegg hef ég lengi horft á þar sem ég geng nánast daglega hér um,“ segir listakonan Lína Rut Wilberg.

Lína Rut tók málin í sínar hendur og hafði samband við verslunina Bústoð sem rekin er í húsinu. „Ég ræddi við eigandann og hann tók strax vel í þessa hugmynd. Ég sótti svo um styrk hjá Heklu uppbyggingarsjóði Suðurnesja og fékk úthlutun þannig að þá gat ég látið drauminn rætast,“ segir Lína Rut uppfull af orku og gleði sem svo sannarlega skín í gegnum verk hennar.

Verkið kallast Vegferð.

Tvinna samar lista sína og barna sinna

„Ég og sonur minn Nói héldum fyrir 6 árum síðan saman sýningu á Duus Hús á vegum List án landamæra og þar blandaði ég saman mínum verkum og fígúrum sem hann teiknaði sem lítill strákur.  Ég tók eftir fljótlega eftir því þegar hann fór að teikna að það var eitthvað alveg sérstakt og skemmtilegt við fígúrurnar hans og hafði því  hugsað um að gera eitthvað með þær.  Þegar List án landamæra hafði samband við mig þá var það góð hvatning til að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. Þetta var ótrúlega skemmtileg samvinna þar sem við Nói sátum saman heilu tímana við að teikna, lita, klippa og auðvitað spjalla. Í þessari samvinnu blandast hið barnslega, hráa og óhefta handbragð Nóa fínlegum vinnubrögðum mínum.“

Fígurur Nóa prýða vegginn

Síðan liðu sex ár og Lína Rut snéri sér að öðrum verkefnum en ætlaði sér alltaf að halda áfram með verkefnið en fann ekki lausnina fyrr en fyrir stuttu síðan. „Ég nota sem sagt fígúrurnar hans Nóa í þetta listaverk og er reyndar að vinna núna að sýningu þar sem ég nota þær einnig.“

Lína Rut hefur áður tengt listaverk sín og barna sinna saman. „Það hefur reyndar æxlast þannig að ég hef frá því ég hélt mína fyrstu myndlistarsýningu í Gallerí Fold unnið alla mína list tengda mínum börnum á einn eða annan hátt.“

Árið 2014  gaf Lína Rut út sína fyrstu barnabók, ævintýrið um Núa & Níu. „Hugmyndin hafði þá blundað í mér í mörg ár, á tímabili þá var ég farinn að sætta mig við að hugmyndin yrði aldrei að veruleika en þetta lét mig ekki í friði og ég fann að ég varð að koma þessu frá mér. Kannski vegna þess að þetta er svo persónulegt og tengist minni upplifun sem móður fatlaðra barna og þetta er mín leið til að koma ákveðnum skilaboðum út í kosmosið en heimspekin er við eigum að  umvefja fjölbreytileikann, hafna einsleitni og tilraunum til að troða öllum í sama mót. Núi og Nía eru bæði með fötlun eða frávik sem gerir þau sérstök,“ segir Lína Rut.

Lína Rut hlaut tilnefninfu fyrir best myndskreyttu bólkina

„Mig langar svo að þakka styrktaraðilum mínum því án þeirra hefði þetta verkefni ekki orðið að veruleika, Slippfélagið og Lyfta.is Einnig vil ég þakka eigendum Bústoðar fyrir afnot af veggnum,“ segir Lína Rut og hvetur sem flesta til þess að koma og skoða verkið sem heitir Vegferð og er statt við Tjarnargötu 2 í Reykjanesbæ.

„Það verður opið hjá mér á Ljósanótt þrátt fyrir að hátíðinni hafi verið aflýst,“ segir Lína Rut og tekur hlýlega á móti gestum með litríkum krílum sínum.

Glaðlegri listaverk finnast vart. Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar