Fyrirsætan og söngkonan Aubrey O‘Day deildi mynd af sér í sundbol á dögunum og auglýsti í leiðinni fyrirtækið Flat Tummy, sem selur megrunarvörur eins og te og sjeika. Fyrirtækið selur einnig æfingarprógrömm, uppskriftir og fleira, en það var það sem Aubrey var að auglýsa á Instagram.
„Það er ekkert betra en að æfa við sundlaugina,“ segir hún með færslunni og fer svo fögrum orðum um Flat Tummy smáforritið. „Ætla að halda áfram að æfa og get ekki beðið eftir að sjá árangurinn.“
https://www.instagram.com/p/CEIPmaYABtB/
Nokkrum dögum seinna tók paparazzi ljósmyndari myndir af henni sem fjölmiðillinn DailyMail birti og sagði stjörnuna vera óþekkjanlega. „Óþekkjanleg eftir að hafa auglýst megrunarforrit með breyttri mynd,“ stóð í fyrirsögninni.
Aubrey O‘Day svarar fyrir sig og segir myndirnar vera „feik.“ Hún birtir mynd af sér þar sem hún heldur á blaði með dagsetningunni 31. ágúst 2020 til að sanna að hún lítur ekki svona út.
„Þetta er niðurlægjandi,“ stendur einnig á blaðinu.
Aubrey segist einnig hafa blandað lögfræðingi sínum í málið og er að hugsa um að leita réttar síns eftir athæfi ljósmyndarans. Í kjölfar umfjöllunar DailyMail hefur Aubrey verið sökuð um að breyta myndunum sínum á Instagram til að auglýsa ýmsar vörur. En Aubrey neitar að vera líkamssmánuð. „Allt kvöldið mitt er ónýtt. Nú lætur lögfræðingurinn minn mig taka mynd af mér með dagsetningu til að sanna að myndirnar séu feik. Ég er orðin svo þreytt á þessum grunnhyggna iðnaði,“ segir hún á Twitter.
makes me sick. I was jamming to Brandy & Monica Verzuz. Started my glam room and BOOM my whole night is ruined! then my attny has me taking photos with date and time to prove them false. Like, I’m tired of this stupid shallow abussive industry. https://t.co/qXziNNvw9a
— Aubrey O’Day (@AubreyODay) September 1, 2020
En málið heldur áfram og greinir Page Six frá því að samkvæmt þeirra heimildarmanni séu myndirnar ekta og að Aubrey hafi breytt sinni mynd.
Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán lenti í svipuðu fyrir skemmstu. Hún sagði óvandaðan fjölmiðil hafa birt myndir af sér sem búið var að breyta í myndvinnsluforriti til þess að láta hana líta út fyrir að vera mun þyngri en hún er.
Sjá einnig: Myndir af Ásdísi Rán vekja undrun – „IceQueen þyngist um 100 kíló“
„Þetta snýst auðvitað bara um lestur og keppni um lestur. Því stærra sem landið er því lengra ganga blaðamennirnir,“ sagði Ásdís aðspurð um málið en fyrirsögnin sem fylgdi myndinni var „IceQueen þyngist um 100 kíló“.