fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Þú munt þurfa að eiga erfitt samtal við fjölskyldumeðlim

Fókus
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 28. ágúst – 4. september

Hrútur 

21.03. – 19.04.

stjornuspa

Það er góður tími til að hlaða batteríin þar sem verkefnin verða ófá þegar líða fer á næsta mánuð. Njóttu þesara síðustu daga sumarsins án samviskubits. Vinasamband styrkist í vikunni með góðu trúnókvöldi.

Naut

20.04. – 20.05.

stjornuspa

Eftir ágætis ró er allt að fara af stað á ný. Tækifæri og verkefni laðast að þér. Þú finnur að þú þarft að velja rétt fyrir sálina og mögulega byrja að færa út kvíarnar. Ef þig langar að breyta um starfsgrein þá er tíminn núna, eitt námskeið gæti verið fyrsta skref í rétta átt.

Tvíburar

21.05. – 21.06.

stjornuspa

Það eru flutningar í þínum kortum! Pakka í kassa, henda, raða, velja og hafna … hvort sem það er í orðsins fyllstu merkingu eða myndlíking, þá á tiltekt vel við þessa vikuna. Kaflaskipti eiga hér við og þú býður nýjan, spennandi tíma velkominn.

Krabbi

22.06. – 22.07.

stjornuspa

Nýtt starf mun krefjast allrar þinnar athygli þessa dagana. Þú finnur skiljanlega fyrir smá óróa í nýju hlutverki. Hugaðu vel að sjálfri/um þér, anda inn og anda út. Þetta mun allt ganga feykivel hjá þér, bara að taka eitt skref í einu.

Ljón

23.07-22.07.

stjornuspa

Ljónið er smá kvíðið yfir að sumarið sé að líða undir lok og að það hafi ekki gert allt á óskalistanum. Ekki eru allir jafn spenntir fyrir komandi stundatöflum og fastari skorðum. Ekki örvænta, finndu þinn tíma í hversdagsleikanum og haltu lengur í sumarið.

Meyja

23.08. – 22.09.

stjornuspa

Meyjan fær smá krefjandi viku, þar sem hún þarf að hugsa í lausnum. Eitthvað sem þú varst búin/n að sjá fyrir þér mun ekki ganga alveg að óskum en þá er það undir þér komið að vinna vel úr þeim aðstæðum. Mögulegt lán í óláni ef þú sérð það í réttu ljósi.

Vog

23.09. – 22.10.

stjornuspa

Vertu ljúf við sjálfa þig, elsku Vog, jafnljúf og þú ert við aðra. Óþarfa kröfur til sjálfs/sjálfrar þín leysa engan vanda. Ekki láta skipulags-vetrar- orkuna taka yfir og skemma fyrir.

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

stjornuspa

Fyndið hvernig eitt samtal leiðir af öðru, saklaus hugmynd mun allt í einu vinda upp á sig og skemmtilegt samstarf fylgja í kjölfarið. Það er gaman að sjá hvað þú ert opin/n fyrir nýjum tækifærum, því það er einmitt þannig að hið óvænta fær að koma í ljós.

Bogmaður

22.11. – 21.12.

stjornuspa

Stundum finnst þér eins og enginn skilji það sem þú leggur af mörkum. Í þessari viku munt þú þurfa að eiga erfitt samtal við fjölskyldumeðlim, sem mun þó fara betur en þú þorðir að vona. Smá strembin vika en með því að vera samkvæm/ur sjálfri/um þér, þá færðu að uppskera.

Steingeit

22.12. – 19.01.

stjornuspa

Þú þarft að leggja mikið á þig þessa vikuna til að setja þig í spor einhvers annars. Við sem mannfólk sjáum allt frá mismunandi sjónarhornum og stundum erum við jafnvel með sömu hugmyndir og staðla og aðrir, ef við gefum okkur bara smá tíma til þess að hlusta hvert á annað og mætast á miðri leið.

 Vatnsberi

20.01. – 18.02.

stjornuspa

Fólk virðist sækjast í þig þessa vikuna til að biðja um ráð og aðstoð. Gefðu það sem þú átt og settu mörkin þar sem þú finnur að þú átt að gera það. Það er gott að gefa af sér, en líka mikilvægt að vernda sinn tíma og orku.

Fiskur

19.02. – 20.03.

stjornuspa

Ef það er einhver sem er tilbúinn í rútínu á ný þá ert það þú, elskulegi fiskur. Hlutirnir hafa verið aðeins of yfirþyrmandi og þú nýtur þess svo að sjá allt fara að detta í réttan og farsælan farveg á ný. Skál fyrir rútínunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“