fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Magdalena ákvað að láta börnin sín frá sér – „Nú er ég ekki mamma lengur!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. ágúst 2020 17:26

Magdalena Valdemarsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magdalena Valdemarsdóttir tók erfiða ákvörðun fyrir skömmu síðan, er hún ákvað að setja tvíburasyni sína í fóstur til 18 ára aldurs. Ákvörðunin olli henni miklum andlegum sársauka en hún ákvað að gera það sem hún taldi vera rétt fyrir börnin sín.

Þetta kemur í pistli Magdalenu á vefnum Kvennablaðið.

Synir Madgalenu hafa verið í fóstri hjá góðri fjölskyldu frá því í fyrra. Fyrir um mánuði síðan var Magdalena tekin í foreldramat hjá sálfræðingi á vegum barnaverndar því til stóð að hún fengi börnin til sín aftur í október.

Hún komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að börnunum væri betur borgið hjá fósturfjölskyldunni:

„Ég var fyrst rosalega spennt og ætlaði að taka þá en fór svo að pæla hvernig á ég að tækla það þegar ég er ekki tilbúin og allt enn í rugli hjá mér andlega og allt það. Ég ræddi þetta fram og tilbaka við vinkonu mína og þar sem við vorum mikið saman daglega þá sá hún hvernig ég er og hvað er í gangi i mínu lífi og segir mér að henni finnst ekki tímabært að ég taki þá meðan allt er eins og það er og ég þurfi ná betri bata og vinna meira í sjálfri mér.

Það var erfitt að heyra þetta, en innst inni vissi ég að þetta var rétt hjá henni. Og ég skal alveg viðurkenna það að ég brotnaði oft niður við þá tilhugsun að geta ekki haft þá hjá mér, auðvitað vil ég hafa þá hjá mér, allir foreldrar vilja hafa börnin sín hjá sér. En eftir miklar pælingar og veltingar í hausnum og martraðir þá ákvað ég að þeir hafa það gott þarna, foreldrarnir gefa þeim allt sem þeir þurfa og það er eitthvað sem ég gæti t.d ekki vegna kvíðaröskunar minnar, og ég á það til að ofhugsa hluti og panikka og hvað ekki. Svo ég ákvað að þeir skipta mig máli og að það skiptir mig miklu máli að þeim líði sem best.“

Magdalena ákvað því að skrifa undir pappíra um að drengirnir færu í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs. Þetta var sársaukafull ákvörðun:

„Þegar fundinum lauk stóð ég fyrir utan að bíða eftir fari heim og meðan ég beið eftir því að ég verði sótt helltist yfir mig raunveruleikinn! Sæll, þetta var eins og blaut tuska í andlitið: „Nú er ég ekki mamma lengur!“ hugsaði ég með mér; „Nú missti ég allt, omg, ég í alvöru gaf þá frá mér!” þó svo ég gerði það ekkert – en þið vitið, auðvitað verð ég mamma þeirra alltaf en þið vitið mér fannst þetta svo erfitt, mér fannst ég geta ekki verið til staðar fyrir þá og mér fannst ég hafa ekkert til að berjast fyrir í lífinu og þetta var bara roosalega erfitt.“

Magdalena er sannfærð um að hún hafi tekið rétta ákvöðun. Hún setti vellíðan og öryggi barnanna sinna í fyrsta sæti. Hún segist vera stolt af því þó að það sé erfitt.

Pistill Magdalenu er í Kvennablaðinu

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn