fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Ráð flugfreyju – Gerðu alltaf þetta þegar þú ferð á hótel

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 14:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjan Katherine Kamalani er að slá í gegn á TikTok fyrir myndband sitt um hvað þú átt að gera þegar þú ferð á hótel.

Myndbandið er með rúmlega sex milljón áhorf og 1,3 miljón manns hafa líkað við það.

Í myndbandinu gefur hún netverjum ráð um hvað þeir eiga að gera þegar þeir fara á hótel, hún fer yfir allt frá öryggi til hreinlætis.

Eins og fyrr segir er myndbandið að slá í gegn, en það hefur einnig fengið gagnrýni. Sumir segja þetta vera almenna skynsemi. Svo segja sumir hana vera vænisjúka.

Hér eru ráðin átta:

Aldrei segja herbergisnúmerið þitt upphátt. Bara til öryggis ef það er einhver nálægt sem þú vilt ekki að viti hvar þú gistir.

Vertu alltaf viss um að það sé enginn á bak við þig þegar þú ferð inn í herbergið.

Athugaðu hvort einhver sé inni í herberginu, kíktu á bak við gluggatjöldin og undir rúmið.

Læstu hurðinni og passaðu alltaf að læsa báðum lásunum.

Vertu viss um að rúmið sé ekki með lús. Skoðaðu dýnuna.

Taktu alla skrautpúða og rúmteppi. „Það er aldrei þrifið,“ segir hún.

Aldrei setja töskuna þína ofan á rúmið. „Taskan hefur farið í gegnum flugvöllinn og hún er ógeðsleg,“ segir Katherine.

Ef þú ert ekki með ísskáp, settu matinn þinn í ísfötuna.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@katkamalaniHOTEL HACKS from a flight attendant! ##hotelhack ##flightattendantlife ##hoteltips ##travelhack ##fyp ##traveltips

♬ original sound – katkamalani

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“