fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Svala Björgvins um ástina, aldursmuninn og athyglina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 14:39

Samsett mynd. T.h. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hefur fundið ástina á ný. Sá heppni heitir Kristján Einar Sigurbjörnsson og er 22 ára sjómaður og faðir frá Húsavík. Sambandið var opinberað í fjölmiðlum í byrjun vikunnar og vakti mikla athygli landsmanna.

Við heyrðum aðeins í Svölu til að forvitnast um ástina, athyglina og tónlistina.

Svala og Kristján kynntust fyrir mánuði síðan í gegnum sameiginlega vini. „Við urðum strax góðir vinir. hann er ótrúlega vel vandað eintak og frábær persóna. Hann er ótrúlega mikill húmoristi, skemmtilegur og góð manneskja,“ segir Svala.

Eins og fyrr segir vöktu fréttir um sambandið mikla athygli og fjölluðu flestir fjölmiðlar landsins um það. Aðspurð hvort það sé ekki skrýtið að fólk hafi svona mikinn áhuga á hennar einkalífi segir Svala:

„Ég á ekkert prívat líf og það er oft mjög erfitt. Ég reyni eftir bestu getu að fara leynt með mitt einkalíf en það gengur ekkert allt of vel, sérstaklega þar sem svo mikið af því ratar í fjölmiðla. Ég er samt löngu orðin vön þessu þar sem ég hef verið í sviðsljósinu frá barnæsku og pabbi minn og bróðir minn líka. Mér finnst samt svolítið fyndið að fólk sé að pæla í mínu lífi því það er ekkert svo áhugavert eða áhugaverðara en líf annarra. Ég er bara venjulega manneskja og mér finnst ég ekkert merkilegri en neinn annar. Ég væri stundum til í að vera ekki þekkt svo fólk sé ekki að hafa skoðanir á mér og mínu lífi og hvernig ég á að lifa því. En svona er þetta, fylgifiskur frægðarinnar er bara svona og ég verð víst að lifa með því.“

Þrátt fyrir að vera vön sviðsljósinu sárnar Svölu þegar hún les ljót ummæli um sig frá fólki sem þekkir hana ekki.

„Ég er svo mikil mús í mér og er rosa tilfinninganæm þó svo ég reyni alltaf að vera sterk. Ég held samt að fólk sem talar illa um aðra án þess að þekkja persónuna líði bara mjög illa og þarf kannski að vin eða knúsi að halda.“

Aldursmunur

Kristján Einar er 22 ára og Svala er 43 ára. Það er því 21 árs aldursmunur á parinu og segir Svala að aldur vera afstæðan.

„Varðandi aldursmun þá finnst mér alltaf jafn fáránlegt að karlmenn mega deita eða vera með konum sem eru kannski 20-25 árum yngri og enginn segir neitt. Það er bara eðlilegt og engum finnst neitt af því. Svo þegar við konur erum að deita yngri menn þá hefur fólk svaka sterkar skoðanir á því og það þykir tabú. Alger hræsni segi ég bara, og mér finnst að fólk megi bara lifa sínu lífi og gera það sem gerir það hamingjusamt. Aldur er afstæður, ég á vini á öllum aldri og ég dæmi ekki fólk út frá aldri. Það er sálin þeirra sem segir allt um persónuna og ef hún er góð og falleg þá tengist ég þeim,“ segir Svala.

Ný tónlist

Svala var að gefa út lag með Daða og Helga Benna um daginn sem heitir Voulez Vous en hún vinnur nú að nýrri plötu.

„Ég er að fara gefa út glænýtt lag af nýju plötunni minni sem heitir Sjálfbjarga. Það lag kemur út 4. september í gegnum Sony í Danmörku. Lagið samdi ég með GDRN og Bjarka Ómars. Platan er öll á íslensku og ég vann með ótrúlega hæfileikaríku fólki að þessari plötu. Þetta er fimm laga EP plata og ég hef aldrei verið jafn berskjölduð og persónuleg eins og á þessari plötu. Platan var öll samin í desember 2019 og janúar 2020.  Ég er mjög spennt að gefa lögin út og leyfa fólki að heyra,“ segir hún.

Svala viðurkennir að COVID-faraldurinn sé búinn að setja sinn strik í reikninginn hjá henni sem tónlistarmanni.

„Covid er að hafa áhrif á alla og sérstaklega á okkur tónlistarmenn þar sem við vinnum flest öll við að skemmta fólki allar helgar og á virkum dögum líka. Og núna er ekki mikið að gera í fjöldasamkomum þannig maður er lítið að gigga. Mér finnst það erfitt því ég elska að syngja fyrir fólk og ég sakna þess að geta það ekki. En við erum öll saman í þessu ástandi og allur heimurinn bara. Við verðum að standa saman og fara í gegnum þetta saman, hlýða reglum og virða hvort annað og vera þolinmóð. Bráðum kemur betri tíð,“ segir hún.

Þú getur fylgst með Svölu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“