Leikarinn Baltasar Breki Samper og listakonan Anna Katrín Einarsdóttir, betur þekkt sem Anna Kein, eru trúlofuð. Þau greina frá gleðitíðindunum á Facebook.
Anna Katrín útskrifaðist úr Listaháskóla íslands árið 2016 og lagði áherslu á leikstjórn og skrif í námi sínu. Hún hefur síðan þá farið með aðstoðaleikstjórn í nokkrum leikritum og næsta haust mun hún leikstýra í leikhúsinu í Aarhus næsta haust.
Baltasar Breki hefur getið sér gott orð sem leikari. Hann fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndinni Vargur og þáttunum Ófærð sem nutu mikilla vinsælda. Hann landaði sínu fyrsta erlenda hlutverki í fyrra í sjónvarpsþáttunum Chernobyl sem HBO framleiddi.
Við óskum parinu innilega til hamingju með ástina.