fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Svona tryggir þú þig fyrir netsvindli – Einföld atriði sem allir ættu að vita

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 07:00

Með aukinni verslun á vefnum er mikilvægt að kynna sér ýmiss öryggisatriði. Mynd: tzgucci.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aukinni netsölu á tímum samkomutakmarkana og tveggja metra reglunnar góðu er mikilvægt að vera með netöryggi á hreinu. Auglýsingar á Facebook eru oft og tíðum lokkandi og virðist verðið á köflum vera ævintýralega lágt fyrir veglegar vörur.

Nú þegar sóttkví er aftur orðin daglegt brauð fara vinsældir vef-verslana aftur að sprengja alla skala og landsmenn, bugaðir af inniveru og einveru, misþyrma vísakortum sínum í leit að lífsfyllingu. Það er þó óþarfi að láta veiruna ræna sig öllum vitsmunum og kaupa í óðagoti af síðum sem líklega eru aðeins til þess gerðar að svíkja og pretta. Á vefsíðum á borð við Scamadvisor og Trustpilot er að finna góð ráð og jafnvel myndbönd um hvernig fullvissa megi sig um að vefverslanirnar séu örugg-ar. Þær sviksömu spretta upp eins og gorkúlur og lifa aðeins í um 2-3 mánuði áður en þær hverfa með þá peninga sem þær hafa náð að hala inn.

SCAMADVISOR
Vefsíðan scamadvisor.com er síða þar sem notendur geta skrifað inn vefslóð heimasíðu og fengið öryggisstuðul gefinn upp í prósentum. Einnig kemur fram sundurliðun á hvers vegna einkunnin er eins há eða lág og raun ber vitni. Tekið er tillit til umsagna notenda, hversu gömul vefsíðan er, hversu langt er síðan veffangið var skráð, til hversu langs tíma það var keypt og hvar fyrirtækið er skráð, auk annarra öryggisatriða. Síðan ber einnig sínar niðurstöður útkomu saman við fleiri öryggissíður á borð við trustpilot.com.

GRUNSAMLEGAR MYNDIR
Icesome.com er vefsíða sem auglýsir ódýran fatnað, en það þótti grunsam-legt að engin módel eru með andlit og litirnir á myndunum bjagaðir. Trustpi-lot virðist ekki treysta síðunni. Þessi mynd frá Icesome.com kemur upp á annarri vefsíðu, Amysblouse.com, þegar leitað er eftir mynd á Google.ER

VEFSÍÐAN ÖRUGG?
Þegar gylliboðin gera vart við sig og guðdómlegur varningur á grun-samlegu verði nuddast upp í and-litið á þér trekk í trekk, er ágætt að hugsa sig vel um áður en smellt er á kaupa.

Annað grunsamlegt: 

Samfélagsmiðlar: Ef vefsíðan er ekki tengd við samfélagsmiðla er hún mjög líklega ekki í lagi.Of ódýrt: Ef leitað er að svipaðri vöru og hún er mun dýrari annars staðar, er líklegt að varan sem um ræðir sé af mjög litlum gæðum, eða muni aldrei berast.
Um okkur: Það getur verið góð leið að koma upp um svindlara að klippa 1-2 setningar úr um okkurhlutanum á síðunni og sjá hvort sami texti kemur upp hjá öðrum vefsíðum. Ef svo er, er ekki ólíklegt að honum hafi verið hnuplað.
Símanúmer: Svindlvefsíður gefa yfirleitt upp tölvupóstfang í stað símanúmers og eru með grun-samlegan skilafrest. Almennar skilareglur í Evrópu kveða á um 14 daga skilafrest.

SÍMINN HLUSTAR
Jú, snjallsímarnir dásamlegu eru nefnilega búnir upptökutækni. Þegar þú samþykkir notenda-skilmála forrita ertu oftar en ekki að gefa leyfi fyrir upptöku á hljóði, þó að síminn sé ekki í beinni notkun. Hljómar ótrúlega, en það er auðvelt að gera próf á einfaldan hát t með því að segja til dæmis „Tenerife“ eða „cat“ nokkrum sinnum á dag í kringum símann þinn þó að skjárinn sé læstur. Innan fárra daga ættu auglýsingar tengdar þessum orðum að byrja að birtast þér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“