fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Kristín og Gulli í skýjunum – Hjónabandssælan bar ávöxt

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og hjónabandsráðgjafinn Kristín Tómasdóttir og eiginmaður hennar Guðlaugur Aðalsteinsson hönnunarstjóri hjá Íslensku Auglýsingastofunni eiga von á barni. Hjónin eru alsæl með fréttirnar en Kristín er gengin rúma þrjá mánuði og er þetta fjórða barnið þeirra en þau giftu sig sumarið 2017. Lesendur DV þekkja Kristínu vel en hún er með vinsæla vikulega pistla í helgarblaði DV þar sem hún svarar fyrirspurnum lesenda.

Kristín hefur skapað sér gott orð sem fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi en hún er með BA í kynjafræði og MA í fjölskyldumeðferð. Kristín er ein margra kvenskörunga úr sinni ætt en hún er systir bæði fjölmiðlakonunnar Þóru Tómasdóttur og fyrrverandi borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur, auk þess að vera dóttir Guðrúnar Jónsdóttur, fyrrum framkvæmdastýru Kvennaathvarfins.

Kristín hefur á undanförnum áratug þróað og kennt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem notið hana mikilla vinsælda. Þar að auki hefur hún skrifað fjölda bóka og starfað sem blaðakona. Í dag sinnir Kristín aðallega parameðferð og hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur ástinni.

Kristín hvetur lesendur til að senda sér fyrirspurnir sem hún svarar í helgarblaði DV. Hægt er að senda Kristínu fyrirspurnir á hjonbandssaela@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna