fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Furðulegasta beiðnin sem íslensk kona hefur fengið á OnlyFans: „Ég myndi aldrei gera það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrar íslenskar konur eru að gera það gott á OnlyFans, síðu sem er þekkt fyrir að selja nekt að sögn einnar þeirra. Hún segir að hægt sé að græða ævintýralegar upphæðir á síðunni og þetta sé um leið skemmtilegasta vinna sem hún hefur unnið.

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi. Það er hægt að græða á tá og fingri á miðlinum eins og erlendar OnlyFans-stjörnur hafa greint frá í viðtölum.

Til að mynda sagðist tvítuga fyrirsætan Apollonia Llewellyn græða um 1,6 milljónir króna á mánuði fyrir að selja djarfar myndir af sér, og svo má ekki gleyma fyrrverandi Subway-starfsmanninum Teagan Kaye sem græðir nú 180 þúsund krónur á dag á OnlyFans. Stærstu OnlyFans-stjörnurnar græða tugi milljóna á mánuði fyrir að selja myndir og myndbönd til aðdáenda sinna.

TEAGAN KAYE Sagði upp hjá Subway og sneri sér alfarið að OnlyFans.

DV ræddi við íslenska konu sem kýs að koma fram nafnlaus. Hún hefur verið á OnlyFans um nokkurra ára skeið og er síðan mjög öflug tekjulind fyrir hana. Konan byrjaði á OnlyFans fyrir tveimur til þremur árum. Hún segir að hægt sé að selja fjölbreytt efni á síðunni en vinsælast er að selja nekt.

„Það er rosaleg fáfræði um hvað OnlyFans snýst um og hvað fólk er að gera á síðunni. Ég get án efa sagt að þetta sé skemmtilegasta vinna sem ég hef nokkurn tíma haft,“ segir hún.

Óraunverulegir peningar

„Ég byrjaði ekki að þéna meira en 800 þúsund krónur á mánuði fyrr en ég setti allan fókus á að gera vel,“ segir hún og bætir við að hún vilji ekki gefa upp hvað hún þénar á mánuði, en þetta eru peningar sem marga dreymir um og upphæðin hleypur á milljónum.

Aðspurð hvaða ráð hún gefi þeim sem vilja byrja að selja efni á síðunni segir konan „að fá sér smáforritið Telegram og finna OnlyFans-hópa til að læra hvernig allt virkar og finna fólk til að vinna með.“

Helsti gallinn við OnlyFans að hennar sögn eru endalausar villumeldingar sem koma upp á síðunni. „Það gerir notendum lífið leitt. Íslenskum kortum er líka mjög oft hafnað og það gerir þetta að leiðinlegu og erfiðu ferli. Ég hata síðuna jafn mikið og ég elska hana. Helsti kosturinn er að það er ekkert smá auðvelt að búa til peninga sem eru svo miklir að það er óraunverulegt.“

Konan segir að það trufli hana ekkert að áhrifavaldar og stjörnur séu að bætast í hóp þeirra sem selja efni sitt á síðunni. „Mín eina samkeppni er ég sjálf þannig að ég tel þetta mjög jákvætt að fleiri bætast við,“ segir hún.

Nekt vinsælust

Konan segir að það sé án efa óskað langmest eftir nekt á þessari síðu „OnlyFans er þekktust fyrir að vera síða sem selur nekt. En það er að breytast með fjölgun frægra einstaklinga á síðunni.“ Hún segist sjálf búa til alls konar efni.

„Aðallega myndir, en mér finnst alveg rosalega gaman að taka og vinna myndir,“ segir hún. Á OnlyFans geta aðdáendur lagt fram beiðnir gegn gjaldi. Konan segist reglulega fá beiðnir en hún verður ekki við þeim öllum.

„Ég fæ mjög mikið af skrýtnum beiðnum sem fara yfir mörkin á því sem má á OnlyFans. Ég svara bara kurteislega að þetta megi ekki á síðunni. En mér finnst oft mjög gaman að fá beiðnir og get hlegið mikið yfir stellingunum sem ég er beðin um að gera,“ segir hún. Furðulegasta beiðnin sem hún hefur fengið var þegar hún var „beðin um að kúka á myndbandi og pissa í glas og drekka það. Ég myndi aldrei gera það,“ segir hún og hlær. „Ég svara samt öllum skilaboðum og spjalla við aðdáendur sem eru að eyða pening,“ segir hún.

Love Islandstjarnan Shelby Mills er á OnlyFans. Mynd: Instagram

Fleiri Íslendingar

Það er ekki vitað um marga Íslendinga á miðlinum en það virðist sem svo að ungar, íslenskar konur séu að ryðja sér til rúms hægt og rólega. Nítján ára íslensk kona greinir frá því á samfélagsmiðlinum TikTok að hún hafi grætt rúmlega 720 þúsund krónur á þremur vikum á OnlyFans.

„Er hægt að græða á OnlyFans án þess að sýna nekt? „Já!“ segir konan í mynd ­ bandinu og sýnir tölfræði yfir tekjur sínar á miðlinum. Á fyrstu vikunni græddi hún rúmlega 430 þúsund krónur. Á OnlyFans-síðu hennar segist hún ekki selja nektarmyndir af sér, sama hversu hátt boð hún fær.

„Hér fáið þið að sjá efni sem ég deili ekki á Instagram. Ég deili nærfata/bikinímyndum, æfingamyndböndum og hversdagslegum myndum. Ég sýni enga nekt þar sem ég hef ekki áhuga á því og vinsamlegast virðið það, sama hversu mikið þú borgar þá mun ég ekki gera það,“ kemur fram í lýsingunni á síðu hennar.

Hægt er að kaupa mánaðaráskrift á tæplega tvö þúsund krónur. Það er einnig hægt að kaupa þriggja, sex og tólf mánaða áskrift.

Önnur ung, íslensk kona selur efni á OnlyFans og segist deila myndum sem „Instagram hatar“. Mánaðaráskrift hjá henni kostar tæplega 2.500 krónur.

Fyrirsætan Blac Chyna á dóttur með Rob Kardashian og rapparanum Tyga.

Frægar stjörnur

Íslenskir aðdáendur sjónvarpsþáttanna Desperate Housewives muna kannski eftir því þegar ein persóna þáttanna, Susan Meyers, var fjárþurfi og fór að vinna hjá síðunni Va Va Broom við að þrífa á nærfötunum fyrir framan vefmyndavél.

OnlyFans er þó oft á köflum mun grófara en svo og virðist vera allt frá nokkuð saklausu efni að finna þar upp í klám. Þegar OnlyFans kom fyrst fram á sjónarsviðið gaf miðillinn klámstjörnum tækifæri til að vera við stjórnvölinn þegar kemur að því að gefa út eigið efni. Með tímanum fór miðillinn að verða vinsælli meðal erlendra áhrifavalda.

Það er auðvelt að finna frítt klámefni á netinu en margir vilja sjá nektarmyndir eða djarfar myndir af áhrifavöldunum sem þeir fylgja á Instagram.

Fjölmargar stjörnur hafa einnig séð tekjumöguleikana í OnlyFans og stokkið á vagninn. Eins og fyrirsætan Blac Chyna sem rukkar 6.800 krónur fyrir mánaðaráskrift. Hjónin Safaree Samuels og Erica Mena, úr raunveruleikaþáttunum Love & Hip Hop, eru hvort með sína OnlyFans-síðuna. Love Island stjarnan Vanessa Sierra og kærasti hennar eru með sameiginlega OnlyFans-síðu. Nokkrar YouTube -stjörnur eru einnig á OnlyFans, eins og Trisha Paytas og Tana Mongeau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk