Í vikunni var fjallað um fasteignir á Íslandi á vef The New York Times. Þar var því haldið fram að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við heimsfaraldrinum hefði séð til þess að fasteignamarkaðurinn héldist opinn.
Þetta kom fram í grein um sumarhúsið við Illagil 21, sem er í sölu hjá Mikluborg. Um er að ræða glæsilegt hýsi á Þingvöllum sem sett er á 108 milljónir króna, eða 800 þúsund Bandaríkjadali líkt og fram kemur í greininni.
Sumarhúsið er 211 fermetrar og fimm herbergja. Auk þess er að finna bátageymslu, heitan pott og útsýni yfir Þingvallavatn.
Í fréttinni kemur fram að fyrir utan Íslendinga séu það aðrir Evrópubúar sem séu duglegastir að kaupa fasteignir hér á landi, þá aðallega frá Skandinavíu, Bretlandi og Frakklandi. Þó kemur fram að sífellt algengara sé að Bandaríkjamenn kaupi fasteignir á Íslandi.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Illagili 21