Söngkonan Bríet Ísis Elfar er komin á fast. Fréttablaðið greinir frá. Sá heppni er Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo. Rubin verður þrítugur á árinu. Bríet vakti fyrst athygli í Iceland Got Talent og var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2019.
Þess má til gamans geta að Rubin er sonur rithöfundarins og gítarleikarans Mike Pollock sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni goðsagnakenndu Utangarðsmönnum.
https://www.instagram.com/p/B6P4HmVAdm9/
Tónlistarmaðurinn Auður birti mynd af sér með parinu fyrir skemmstu.
https://www.instagram.com/p/CDcH8FDgFXR/?utm_source=ig_embed