fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 21:20

Kynlífsherbergið sem staðsett var í miðborg Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttin um herbergið sem birtist á DV.is sl. miðvikudag, var sú mest lesna daginn sem hún birtist svo ljóst er að landsmenn eru forvitnir um herbergið. Blaðamaður DV ákvað að fórna sér og bóka herbergið.

Sjá einnig: Segist ekki bera ábyrgð á því sem á sér stað í herberginu – „Ég er ekki að gera eins og Jeffery Epstein“

Fyrsta klukkustundin kostar 15.000 krónur, Eftir það lækkar verðið í 6.000 krónur á tímann. Þetta verð truflaði mig lítið (enda þurfti ég ekki að borga sjálfur). Þó lét ég einn tíma nægja.

Bókunarferlið

Bókað er í gegnum heimasíðuna sexroom.is og þarf að gefa upp greiðslukort eða notast við Pei-greiðslukerfi sem býður einnig upp á greiðsludreifingu. Á kortayfirlitinu kemur aðeins fram rukkun frá Greiðslumiðlun. Gefa þarf upp símanúmer til að fá sendan staðfestingarkóða og email til að fá senda kvittun. Þetta fannst mér nokkuð persónuleg nálgun því í raun er ég að gefa upp fullt nafn og mynd í gegnum þessar upplýsingar. Klukkustund fyrir bókaðan tíma fékk ég svo sms með staðsetningu herbergisins

Leikhústjöld og drama

Á slaginu 18.00 var ég mættur fyrir framan heimilisfangið. Hús sem er eflaust ekki sögufrægt, en vissulega áberandi í miðborginni. Ég hafði búist við því að þurfa að ganga inn um langa óhugnanlega ganga til að komast í herbergið, sem var ekki raunin, heldur voru bara einar dyr. Fyrir framan dyrnar var talnalás þar sem ég stimplaði inn fjögurra stafa kóða sem ég hafði fengið sendan í tölvupósti.

Í svartri lítilli forstofunni var kolniðamyrkur. Umkringdur svörtum leikhústjöldum sá ég glitta í rauðan ljósbjarma. Ég kom mér inn í sjálft herbergið, þar sem ég sá rúm, rólu, bekk og stórt X. Allt lýst upp með eldrauðum ljósum

Hvað var ég nú búinn að koma mér út í? Ég var hræddur um að einhver væri að fylgjast með mér. Hræddur um að einhver sem ég þekki hefði horft á mig labba inn í herbergið og hugsað: „Hvað er hann að gera þarna einn?“ – Hvað var ég að gera þarna? Ég átti erfitt með að svara því sjálfur. Forvitnin og fórnfýsi mín fyrir lesendur hafði rekið mig áfram á þennan undarlega stað.

Á rúminu biðu mín fjórir smokkar. Rúmið var stórt og á því var svört dýna, en enginn koddi. Ég lagðist upp í rúmið og hugsaði minn gang. Dýnan var merkilega þægileg, en ég myndi ekki ráðleggja neinum að panta herbergið til þess eins að kúra eða taka sér blund. Á rúminu voru mörg handföng og rimlar auk þess sem stóran spegil var að finna fyrir ofan sjálft rúmið.

Engin róló-róla

Rólan var ekki eins og þær sem maður kannast við af leikvöllum. Á þessari voru festingar, handföng, keðjur og krókar. Hún virtist vera tengd við takkaborð, með þremur tökkum. Einn takkinn benti upp, annar niður, sá þriðji í hring. Ég óttaðist þessa takka. Ég þorði ekki að ýta á þá, en eftir smá stund lét ég mig hafa það. Upp úr krafsinu kom lítið, ekkert nema einstaka hljóð sem að Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is fengu mig til að óttast um að ég væri hugsanlega að eyðileggja eitthvað. Ég leyfði mér aðeins að setjast í róluna, en áttaði mig fljótt á því að það væri ekkert svakalega sniðugt, en ég á það til að vera klaufskur og nenni ekki að fara í gips.

Einnig var að finna bekk annars vegar og hins vegar stórt X úr stáli, fast við gólfið úti í horni. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvert notkunargildi þessara hluta var. Án þess að velta því of mikið fyrir mér, þá leyfi ég mér að spyrja hvort það væri betra að hafa leiðbeiningar til að útskýra það?

Vantar stemningstónlist

Á heimasíðunni kemur fram að gestum sé ekki heimilt að koma með eigin tæki og tól, því hafði ég búist við því að finna fleiri slík, eins og titrara, dildóa og svipur. Ekkert þannig var sjáanlegt, en það er eflaust sniðugt af almennum sóttvarnarástæðum. Þó hefði verið gaman að finna svona Eyes Wide Shut-Feneyja-grímur, en þær voru heldur ekki til staðar.

Annað fannst mér vanta, en það var AUX-snúra í gott hátalarakerfi. Í herberginu var dauðaþögn, fyrir utan loftræstikerfi sem gaf reglulega frá sér smá hljóð. Mig grunar að fólk, sem að langar að mæta þangað, vilji setja smá tónlist í gang. Þögnin átti einnig ekki vel við þann mikla hita sem var inni í herberginu. Ég var ekki lengi að koma mér úr regnstakknum og skónum. Ég var meira að segja farinn að svitna. Og ekki af erótískum ástæðum.

Í einu horninu var að finna þann hluta rýmisins sem eflaust mætti kalla eðlilegastan, en það var baðherbergið. Þar var klósett, vaskur og sturta í heldur heimilislegum stíl. Auk þess hafði ég aðgang að þremur handklæðum, klósettpappír og sjampóbrúsum og sápu. Þar sem mér var orðið heitt hugsaði ég um að fara í sturtuna. Mér fannst samt eitthvað bogið við það og ákvað að sleppa því, ég var jú í vinnunni.

Speglapartý

Eitt sem vakti athygli mína var fjöldi spegla á staðnum. Sturtuinnréttingin sýndi spegilmyndina, aðalherbergið var fullt af speglum, bæði á veggjum og lofti og svo var auðvitað spegill hjá baðherbergisvaskinum. Ég velti fyrir mér ástæðum þess.

Þessi heimsókn mín var sérkennileg. Ég held að ég hafi sjaldan upplifað mig eins einmana og einmitt þarna. Spurning hversu mikið þögnin, speglarnir og umhverfið í heild sinni hafi stuðlað að þessum einmanaleika?

Þegar tíminn minn fór að líða að lokum fór ég út. Ég var ekki lengi að setja upp hettu, en einhverra hluta vegna fann ég fyrir smá skömm.

Þessi frétt birtist fyrst í seinasta tölublaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“