fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Kristín Avon opnar sig frekar um faðerni dóttur sinnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. júní 2020 12:30

Kristín Avon. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn Kristín Avon Gunnarsdóttir steig fram í viðtali við DV og tjáði sig um kjaftasögurnar um faðerni dóttur sinnar.

„Ég er búin að heyra eitthvað nýtt slúður um mig stanslaust á hverjum degi í tvo mánuði. Fólk er að segja að hinn og þessi sé pabbi dóttur minnar, Ariel,“ sagði Kristín Avon við DV.

Sjá einnig: Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín mætti í viðtal til Fanneyjar Dóru Veigarsdóttur í hlaðvarpsþáttinn Seiglan á dögunum. Þar ræddi hún nánar um málið og sagðist meðal annars vera hætt að deila myndum af dóttur sinni á Instagram.

Það er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsrásum. Fjallað er um þáttinn með samþykki Kristínar.

Jókst í samkomubanninu

Kristín Avon segir að kjaftasögurnar hafi náð ákveðnu hámarki í samkomubanninu. Hún segist vera vön að heyra slúður um sig sjálfa en þegar það snýst um dóttur hennar þá stendur henni ekki á sama.

„Þess vegna hef ég tekið ákvörðun að birta ekki lengur myndir af dóttur minni á Instagram,“ segir hún.

Kristín tók sér pásu í tvo mánuði frá Instagram og útskýrir af hverju hún sneri aftur.

„Mér leið bara eins og ég þyrfti að tjá mig [um slúðrið varðandi faðerni dóttur minnar] og aðeins fá að opna munninn og reyna að segja stopp. Ekki það að ég sé að segja það í illindum en þetta er bara komið gott. Ég er orðin ótrúlega þreytt á öllu þessu og öllu þessu umtali,“ segir Kristín Avon.

https://www.instagram.com/p/Bj9eAI0H2Cb/

Faðerni dóttur hennar

Kristín segir að það hafi verið erfitt fyrir alla aðila þegar það kom í ljós að dóttir hennar hafi verið rangfeðruð. Kristín nefnir ekki hver blóðfaðir dóttur sinnar sé og lýsir sér sem sjálfstæðri móður, ekki einstæðri móður.

„Við héldum að hann væri faðir Arielar en hann er það ekki. Það er annar maður, eða strákur, sem er pabbi Arielar og ég vil bara koma því fram að þessi maður sem átti að hafa verið pabbi hennar, er ekki pabbi hennar,“ segir Kristín Avon og bætir við að hún og blóðfaðir dóttur hennar hafi verið í sambandi og að hann „viti af þessu.“

„Við erum góð og ég hef aldrei beðið um neitt frá honum eða beðið hann um að vera pabbi hennar,“ segir Kristín og bætir við að það standi til boða ef hann vill það einn daginn.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á Spotify, iTunes eða öðrum hlaðvarpsrásum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Merkilegar sannsögur og dýrlegt smásagnasafn

Bókaspjall: Merkilegar sannsögur og dýrlegt smásagnasafn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsjátning Heidi Klum um eiginmanninn

Kynlífsjátning Heidi Klum um eiginmanninn