fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Auður sakaður um stuld á Twitter

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 20:47

Úr myndbandi Auðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður frumsýndi síðastliðin föstudag tónlistarmyndband í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini, sem er á RÚV. Myndbandið er hátt í níu mínutur að lengd, en öll plata hans Ljós, kemur fyrir í myndbandinu. Í dag fóru netverjar að benda á að líklega hefði Auður fengið innblástur, eða stolið hugmynd frá öðru myndbandi.

Snemma í myndbandi Auðs er mikið um tæknibrellur, þar sem að borð, sófar og veggir eru tengdir á ansi sérstakan þátt. Sumum þótti þessar brellur minna á Apple-auglýsingu tónlistarkonunnar FKA Twigs og kvikmyndagerðarmannsins Spike Jonze frá árinu 2018.

Fólk virðist ekki vera sammála um hvort að um sé að ræða innblástur eða stuld á höfundarverki, en eftirfarandi ummæli eru frá netverjum sem tjáðu sig um málið á Twitter.

„Þessi Auður virðist mjög iðinn við að sækja sínar hugmyndir í höfundarverk annarra.“

„Þetta heitir innblástur og góðir listamenn eru ekki hræddir við að viðurkenna það.“

„Það er nú samt alveg munur á innblæstri og að taka nákvæmlega sama concept og einhver annar. Ef ég tek heila efnisgrein úr ritgerð einhvers og set í mína óbreytta þá er það samt ritstuldur þótt ritgerðin sé ekki öll eins.“

„Á skalanum „innblástur til höfundarverk annara“ þá þykir manni þetta halla meira til hægri, af því þetta er svo bókstaflegt. Þetta er samt áhugaverð umræða. Hvenær ferðu yfir innblásturs-strikið? Þú getur upp að vissu marki talað um innblástur áður en þetta er orðinn stuldur.“

Auður hefur sjálfur ekki tjáð sig um málið, en ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar. Umræða þessi minnir að talsverðu leiti á mál sem átti sér stað snemma í ár, en  þá var Auður ásakaður um lagastuld.

Hér að neðan má sjá bæði myndböndin, dæmi hver fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“