fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Sniðug lausn Sigríðar – Ekkert þvottahús, ekkert vandamál

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 21:00

Sigríður Guðbrandsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Guðbrandsdóttir er 23 ára Keflvíkingur. Hún heldur úti síðunni sigridurgudbrands.com ásamt Instagram-síðunum @sigridurgudbrands og @sigridurhome.

Þann 15. febrúar fékk Sigríður og kærasti hennar, Sigurbergur, þeirra fyrstu íbúð afhenta.

„Því fylgdi mikil tilhlökkun, ansi margar IKEA ferðir og vangaveltur varðandi val á húsgögnum, smáhlutum og staðsetningu þeirra í íbúðinni,“ segir Sigríður.

Það er ekkert þvottahús í íbúðinni svo Sigríður og Sigurbergur gripu til sinna ráða.

Fyrir og eftir.

„Við ákváðum að búa til almennilega innréttingu með nóg af skápaplássi og með góðu borði sem myndi nýtast vel,“ segir Sigríður.

„Það tók okkur tvö kvöld að setja þetta saman eftir að við vorum búin að skipuleggja útfærsluna og kaupa borðplötur og skápa í Ikea. Sigurbergur er smiður svo að hann sá að mestu leyti um að setja innréttinguna saman.“

Nú nýtist plássið mun betur.

Kostnaður

„Við fengum innréttinguna á góðu verði. Borðplöturnar kostuðu okkur um 15 þúsund krónur en skáparnir þrír kostuðu í heildina um 45 þúsund krónur,“ segir Sigríður.

Sigríður og Sigurbergur eru mjög ánægð með útkomuna.

„Baðherbergið nýtist betur. Við höfum meira skápapláss, borðpláss og svo er aðstaðan mun fallegri en hún var áður. Þetta var auðvelt í  framkvæmd og gagnast okkur vel. Við erum mjög sátt með útkomuna.“

https://www.instagram.com/p/CAS2h8xgwSH/

Fylgstu með Sigríði

Þetta er fyrsta íbúð Sigríðar og ætlar hún að vera dugleg að leyfa fólki að fylgjast með ferlinu.

„Það er margt sem þarf að kaupa þegar maður flytur að heiman og það tekur tíma að koma sér fyrir. Margt í íbúðinni er bráðabirgða á meðan við ákveðum hvað við viljum kaupa, hvar við viljum hafa hlutina og kem ég til með að deila öllu sem því tengist inn á @sigridurhome,“ segir Sigríður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“