fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Arna Bára margfaldar tekjur sínar í COVID-kreppunni á Spáni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. maí 2020 13:06

Arna Bára og fjölskylda hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og athafnakonan Arna Bára Karlsdóttir býr á Orihuela Costa-svæðinu á Spáni með eiginmanni sínum, Heiðari Árnasyni, og sonum þeirra.

Við ræddum við hana um ástandið á Spáni vegna COVID-19. Fjárhagslega séð hefur Arna Bára komið mjög vel út úr ástandinu og margfaldað tekjur sínar. Fjölskyldan leigði fallega villu og nýtur þess að vera út í náttúrunni saman.

Skrýtnir tímar

„Það er allt að verða búið að vera á „lockdown“ í að verða 60 daga. En undanfarnar tvær vikur hefur fólk með börn fengið að fara aðeins út. Ég fór ekkert út af eigninni fyrstu 45 dagana. Maðurinn minn sá algerlega um að fara í búðina í þessi fáu skipti sem var farið svo að prinsessan gæti verið heima með börnin,“ segir Arna Bára.

„Þetta er búið að vera frekar skrýtið því það hefur aldrei liðið svona langur tími sem ég hitti engan annan en litlu fjölskylduna mína.“

Synir Örnu Báru. Mynd: Aðsend

Nýflutt þegar þetta byrjaði

Arna Bára og fjölskylda voru nýflutt inn í nýbyggt hús sem þau keyptu í fyrra þegar útgöngubannið var sett á.

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Við vorum ekki búin að koma okkur almennilega fyrir í húsinu okkar og það er enn fullt sem á eftir að gera. Ég vildi ekki vera í óvissu og læst þar inni í langan tíma. Þannig ég fór á netið og pantaði villu í fjöllunum í Andalucia sem ég var búin að skoða þegar ég sá í hvað stefndi. Þetta er risastór eign með öllu mögulegu til afþreyingar fyrir börn og fullorðna, þannig okkur hefur ekki leiðst,“ segir Arna Bára. Hún mætti heim til móður sinnar klukkan eitt um nótt og tók hana með þeim svo þau yrðu öll saman á meðan ástandið gengi yfir.

„Við vorum búin að vera að gera okkur tilbúin fyrir þetta hægt og rólega í nokkrar vikur þannig að við vorum með nóg af öllu þegar við lögðum af stað í þetta ferðalag,“ segir hún.

„Við leigjum villuna af lækni bæjarins og það hefur ekki fundist eitt einasta smit hérna á svæðinu. Þannig að við erum núna orðin rosalega frjáls og förum daglega í ævintýraferðir hérna upp um öll fjöll og yfir læki.“

Arna Bára starfar sem fyrirsæta og hefur margfaldað launin sín síðustu vikur. Mynd: Aðsend

Margfaldaði launin

Arna Bára segir að ástandið hafi hingað til lagst mjög vel í þau. „Sem betur fer vinn ég á netinu að mestu þannig að ég margfaldaði launin mín í þessu ástandi og get ekki kvartað,“ segir hún.

„Ég hef ekki átt í erfiðleikum með að finna fyrirsætustörf því ég hef alltaf búið til mín tækifæri sjálf með tengslamyndun. Ég hef líka sterka stöðu á samfélagsmiðlum með tvær milljónir aðdáenda, svo það gerir það einnig auðveldara.“

Arna Bára. Mynd: Aðsend

Ástandið hefur þó sett sitt strik í reikninginn hjá Örnu Báru.

„Ég átti að vera á leiðinni til Jamaíku sem „sponsored model“ fyrir „shootout“ og tvö aðra slíka viðburði í ár, en það er búið að aflýsa öllu þar til ástandið gengur yfir. Ég er sjálf eigandi að „shootout“ sem átti að vera í júní hérna á Spáni. Það var uppselt inn á það. En ég hef þurft að fresta viðburðinum þar til fólk má koma til Spánar, því flestir sem ætla að mæta eru frá Bandaríkjunum og Bretlandi,“ segir hún.

Arna Bára útskýrir hvað „shootout“ er.

„Eins og í mínu tilfelli þá fæ ég nokkra trausta og örugga ljósmyndara til að vinna með stelpunum. Þetta eru allt stelpur sem eru með stór nöfn og vantar efni á alls konar samfélagsmiðlasíður. Við eyðum vikunni með stílistum, hárgreiðslufólki og förðunarfræðingum og gerum stelpurnar eins flottar og hægt er. Svo tökum við bara endalausar myndir og myndbönd og búum til eins mikið efni og hægt er. Allir fara heim með nóg af efni fyrir allar síður næstu mánuði.“

Drengirnir njóta sín í náttúrunni. Mynd: Aðsend

Næst á dagskrá

Næst á dagskrá hjá Örnu Báru er að klára nýja húsið og setja það upp með leigufélagi. „Við ætlum svo að kaupa villu með stóru landi til að leyfa strákunum að njóta sín sem mest. Ég er búin að horfa á þá blómstra hérna í fjöllunum og finnst æðislegt hvað þeir elska að vera úti allan daginn,“ segir hún.

„Svo þarf ég að finna út úr því hvenær ég get set upp nýja dagsetningu fyrir Arna Karls shootout og bara reyna að setja lífið aftur í eðlilegt horf.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set