Landsliðsmaðurinn Gunnleifur Vignir Gunnleifsson og eiginkona hans Hildur Einarsdóttir eru að flytja og höllin er komin á markaðinn.
Það eru settar 99,5 milljón krónur á húsið sem er 252,5 fermetrar.
Um er að ræða hús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Það eru þrjú barnaherbergi, hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi, rúmgóð stofa og eldhús, sjónvarpshol og baðherbergi. Sérlega vel útbúið þvottahús, geymsla í sama rými og rúmgóður bílskúr. Það er einnig einstaklega fallegt útsýni.
Hér getur þú lesið nánar um eignina.
Uppfært: Gunnleifur og Hildur búa í húsinu en það er í eigu verktakafyrirtækisins Skuggabyggð ehf. Mbl greinir frá.