fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Reglurnar eru einfaldar: Það má ekki kyssast, stunda kynlíf eða sjálfsfróun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 11:37

Too Hot To Handle.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikaþættirnir Too Hot To Handle hafa heldur betur slegið í gegn á Netflix undanfarnar tvær vikur.

Í þáttunum fylgjumst við með tíu einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að vera einhleypir, gullfallegir og eiga erfitt með að skuldbinda sig. Þátttakendurnir halda í upphafi að fram undan sé bara skemmtilegt frí en annað kemur á daginn þegar þeim eru kynntar reglur sem þeim ber að fara eftir í einu og öllu, vilji þeir hljóta veglegan vinning.

Reglurnar eru einfaldar: Það má ekki kyssast, stunda kynlíf eða sjálfsfróun.

Það eru 14,7 milljónir króna í verðlaun, svo það er mikið í húfi. En í hvert skipti sem einhver þátttakandi brýtur reglu þá lækkar vinningsfjárhæðin. Það er leyndarmál alveg fram að síðustu stundu hvort einhver einn vinni pottinn eða hvort honum sé skipt á milli þátttakenda, og þá með hvaða hætti.

Markmið þáttanna er að keppendur læri að tengjast öðrum tilfinningaböndum frekar en kynferðislegum.

https://www.youtube.com/watch?v=N_OUwF28fJU

Lana sér allt

Eftirlit með þátttakendum er í höndum meintrar gervigreindar sem kallast Lana og hefur samskipti við keppendur í hátalara. Lana fylgist með framferði  þátttakenda og hvort að þeir séu að brjóta einhverjar reglur. Ef reglurnar eru brotnar þá sér Lana um að rukka keppendur.

Þátttakendur byrja að tala um Lönu eins og hún sé persóna, þar sem þeir eru í meiri samskiptum við hana heldur en framleiðendur.

Þættirnir voru teknir upp í maí 2019 og þurftu þátttakendur að halda þátttöku sinni leyndri í tæpt ár. Neðst í greininni förum við yfir hvaða pör eru hætt saman, hvaða par er ennþá saman og hverjir tóku óvænt saman eftir þættina.

Francesca Farago

https://www.instagram.com/p/B_FZHmPpFAc/

Harry Jowsey

https://www.instagram.com/p/B_Lb4eqhFUa/

Sharron Townsend

https://www.instagram.com/p/B_apq-9HJVR/

Rhonda Paul

https://www.instagram.com/p/B_FFCUWHvMr/

Kelechi „Kelz“ Dyke

https://www.instagram.com/p/B_IJMnDhhSQ/?utm_source=ig_embed

Chloe Veitch

https://www.instagram.com/p/B_SpgM8ACI-/

David Birtwistle

https://www.instagram.com/p/B_P1MORHcLf/?utm_source=ig_embed

Matthew Smith

https://www.instagram.com/p/B_LQlInh-ZG/

Hayley Cure

https://www.instagram.com/p/BwfP1dUniIL/?utm_source=ig_embed

Nicole O’Brien

https://www.instagram.com/p/B-aLdynlGaq/?utm_source=ig_embed

Ekki lesa lengra ef þú vilt láta efni þáttanna koma þér á óvart.

.

.

.

.

.

Síðasta viðvörun!

.

.

.

.

.

.

Francesca og Harry

Francesca og Harry stungu saman nefjum strax fyrsta daginn. Þau voru fyrst til að brjóta reglurnar og kostaði koss þeirra 441 þúsund krónur. Það komu upp leiðindi þeirra á milli og fór Francesca að dúlla sér með Kelz. En leiðir þeirra lágu saman aftur og voru þau fyrsta og eina parið til að stunda kynlíf í þáttunum.

https://www.instagram.com/p/B_VY-TSlup8/

Parið er ennþá saman í dag og hafa verið dugleg að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum undanfarna daga, þar sem þau loksins mega opinbera samband sitt. Francesca segir frá því í YouTube myndbandi að hún og Harry hafi hætt saman í nokkra mánuði eftir þættina en séu nú sterkari en nokkru sinni áður. Þau eru þegar farin að tala um brúðkaup og barnseignir.

https://www.instagram.com/p/B_UHRStpyl0/?utm_source=ig_embed

Rhonda og Sharron

Rhonda og Sharron voru sterk saman frá upphafi þáttanna og voru í uppáhaldi margra netverja. Það kom því mörgum á óvart að komast að því að parið væri hætt saman og Rhonda byrjuð að slá sér upp með nýjum manni.

Þau bera þó enn mikla virðingu fyrir hvoru öðru og eru í dag góðir vinir.

Óvænt par

Eftir að tökum þáttanna lauk fóru allir þátttakendur saman á hótel í Mexíkó. Þar blómstraði ástín á milli tveggja þátttakanda sem enginn hafði búist við. Nicole og Bryce.

Bryce Hirschberg var á meðal fjögurra keppenda sem bættust í leikinn þegar á leið í þáttunum.

Nicole og Bryce töluðu varla saman í þáttunum, en eftir að tökum lauk náðu þau að slaka betur á og komust að því að þau væru fullkomin saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Í gær

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Í gær

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Í gær

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Tölurnar sýna að húmor virkar“

„Tölurnar sýna að húmor virkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“