fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Náði myndum af þjófi: Bogi Ágústsson þjófkennir kött

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófur náðist á mynd skömmu eftir miðnætti í morgun fyrir utan Melabúðina að Hofsvallagötu.

Þetta kemur fram í Facebook-hópnum „Vesturbærinn“ þar sem íbúar Vesturbæjar eru duglegir að deila fregnum um bíla- og hjólaþjófnað, kattahvörf og áhyggjum af umferðarframkvæmdum.

Var það vaskur vesturbæingur sem náði myndum af þjófinum. Í skjóli nætur hefur þjófurinn skotist á milli lagðra bifreiða með hanska í kjaftinum, að því er virðist skömmustulegur á svip. Segir myndatökumaðurinn: „Náði myndum af þjófi. Var að stela hanska fyrir framan Melabúðina.“

Á myndunum sem Vesturbæingurinn birti á Facebook-síðunni sést gulbröndóttur köttur ganga digur á milli bifreiða með hanska á milli tannanna.

Svarar þá hygginn nágranni og spyr hvort kötturinn hafi ekki einfaldlega verið að plokka rusl. „Var hann ekki bara að plokka? Nóg er af hönskum sem búið er að henda út um allt.“

Eigandi kattarins gefur sig þá fram í hópnum og segir köttinn á sínum vegum:

„Þessi er víst á okkar vegum – hinn samviskulausi Elías sem svaf værum svefni eftir afrek kvöldsins…“ og heldur áfram: „Ég vissi ekki einu sinni að hann væri frægur! Algjör letihaugur hér heima!“

Stuttu síðar svarar Bogi Ágústsson, fréttamaður RÚV að líklega sé um að ræða hanska sem hann tapaði deginum áður. Biður hann kettinum eigi góðar kveðjurnar. Hann segir: „Örugglega hanski sem ég tapaði í gær, steliþjófurinn á að skammast sín!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“